Staðan aldrei betri en nú Gísli Hauksson skrifar 25. október 2017 07:00 Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun