Innlent

Eldsvoði í Skerjafirði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikinn reyk leggur frá húsinu.
Mikinn reyk leggur frá húsinu. vísir/telma tómasson
Allt tiltækt lið slökkviliðsins hefur verið kallað út vegna elds sem kom upp í húsnæði við Bauganes í Skerjafirði. Um er að ræða mikinn eld og sömuleiðis leggur talsverðan reyk frá Skerjafirði þessa stundina, en ekki er frekari upplýsingar að fá um málið að svo stöddu.

Uppfært klukkan 21.05

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gasgrilli á palli hússins. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins en þegar verið var að reykræsta kom í ljós að reykurinn hafði borist yfir í þakrennu og inn í húsið. Slökkvistarf er enn í gangi og hafa starfsmenn á bakvakt verið kallaðir út til aðstoðar.

Uppfært klukkan 22.10

Ekki hefur tekist að ráða niðurlögum eldsins. Eldur kraumar enn í millilofti og gert er ráð fyrir að slökkvistarf muni taka að minnsta kosti tvær til þrjár klukkustundir til viðbótar.

Uppfært klukkan 22.50

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að allt tiltækt lið sé enn á staðnum, en að farið sé að sjá fyrir endann á slökkvistarfinu.

Fréttin verður uppfærð.

Allt tiltækt lið er á staðnum og aukamenn voru kallaðir út til aðstoðar.vísir/jói k.
Skemmdir eru talsverðar.Vísir/Eyþór
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á svæðið.Vísir/ Eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×