Innlent

Banaslys í Öxnadal

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir
Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt lentu saman og höfnuðu utan vegar í kjölfarið, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þrír voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri í framhaldinu, þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn, en hinir tveir eru ekki taldir mjög alvarlega slasaðir. Beita þurfti klippum til að ná ökumanni og farþega úr annarri bifreiðinni en tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Lögregla þakkar vegfarendum fyrir sem komu fyrstir að og byrjuðu að hjálpa, og þeim sem veittu aðstoð á vettvangi.

Uppfært 07:20

Maðurinn sem lést og hinr tveir sem slösuðust, eru Íslendingar. Þeir dvelja enn á sjúkrahúsinu á Akureyri.

Tildrög slysins liggja enn ekki fyrir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan rannsaka málið nánar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×