Hringveginum á Norðurlandi, í Öxnadal á móts við Steinsstaði, hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Ekki er vitað að svo stöddu hversu lengi lokunin mun standa, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Lögreglan segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Hringveginum lokað vegna umferðarslyss
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
