Langar raðir flytjenda og tónleikagesta Jónas Sen skrifar 29. júní 2017 09:30 Rosanne Philippens og István Várdai. Vísir/Andri Marinó Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music var eins konar óvissudagskrá, því hún var ekki prentuð. Maður vissi ekki fyrirfram hvað átti að leika, sem var spennandi. Gaman var að fólki skyldi komið á óvart, verri var óvissan í miðasölunni á undan. Allmargir gestir, e.t.v. flestir, voru með hátíðarpassa sem gilti á alla tónleika hátíðarinnar. Tónleikarnir nú voru haldnir í Eldborg, þar sem eru númeruð sæti, en ekki í Norðurljósum eins og hinir viðburðir hátíðarinnar í Hörpu. Þegar fólk ætlaði inn í salinn var þeim sagt að fara niður í miðasölu til að velja sér sæti. Þar myndaðist löng og mikil röð, því aðeins einn var að afgreiða. Er tónleikarnir voru alveg að fara að hefjast, og röðin enn hin lengsta, var gestum hins vegar tilkynnt að þeir ættu að flýta sér upp í sal og mættu velja sér sæti í tilteknum röðum. Þetta skapaði merkjanlegan pirring meðal fólks að vera þannig sent fram og til baka að ástæðulausu. Eftir þessa byrjunarörðugleika hófust tónleikarnir. Dagskráin var bland í poka og var í fjörlegri kantinum. Þar kenndi margra grasa. Atriðin voru flest stutt og óþarfi að telja þau öll upp. Það fyrsta var Passakalían eftir Halvorsen sem þau Rosanne Philippens fiðluleikari og István Várdai sellóleikari léku af eftirminnilegum glæsibrag. Síðan tók við runa af verkum sem voru flutt af tveimur eða fleiri hljóðfæraleikurum, og smám saman komu fram allir flytjendur hátíðarinnar. Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti dagskrána. Hann sagði í leiðinni frá hljóðfærunum sem var leikið á, og ekki var laust við að það færi um mann að heyra hversu verðmæt þau voru. Þarna var t.d. sellóið sem einn frægasti sellisti 20. aldarinnar, Jaqueline du Pré, lék á, en hún lést langt fyrir aldur fram. Enn merkilegri var fiðlan sem enginn annar en Napoleon Bonaparté átti, en það var Sayaka Shoji sem spilaði á hana. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum. Víkingur var hinn skemmtilegasti sem kynnir og mörg atriðin voru frábær. Fyrsti kaflinn í g-moll píanókvartettinum eftir Brahms var sérlega vel fluttur, sama má segja um rúmenska dansa eftir Bartók, vals eftir Cage, sönglag eftir Fauré í sellóútsetningu og spuna. Opening eftir Philip Glass sem Víkingur lék ásamt Strokkvartettinum Sigga var hrífandi fagurt, og þeim mun aðdáunarverðara sem strokkvartettinn var nýbúinn að flytja kvartett eftir Morton Feldman í Mengi fyrr um daginn. Hann tók rúma fimm klukkutíma! Tónleikarnir nú voru líka heldur langir, þrír tímar er ansi ríflegt, verður að segjast. Að öðru leyti var þetta notaleg stund og flottur endir á metnaðarfullri hátíð. Niðurstaða: Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music voru líflegir og áheyrilegir. Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Á lokatónleikum Reykjavík Midsummer Music var eins konar óvissudagskrá, því hún var ekki prentuð. Maður vissi ekki fyrirfram hvað átti að leika, sem var spennandi. Gaman var að fólki skyldi komið á óvart, verri var óvissan í miðasölunni á undan. Allmargir gestir, e.t.v. flestir, voru með hátíðarpassa sem gilti á alla tónleika hátíðarinnar. Tónleikarnir nú voru haldnir í Eldborg, þar sem eru númeruð sæti, en ekki í Norðurljósum eins og hinir viðburðir hátíðarinnar í Hörpu. Þegar fólk ætlaði inn í salinn var þeim sagt að fara niður í miðasölu til að velja sér sæti. Þar myndaðist löng og mikil röð, því aðeins einn var að afgreiða. Er tónleikarnir voru alveg að fara að hefjast, og röðin enn hin lengsta, var gestum hins vegar tilkynnt að þeir ættu að flýta sér upp í sal og mættu velja sér sæti í tilteknum röðum. Þetta skapaði merkjanlegan pirring meðal fólks að vera þannig sent fram og til baka að ástæðulausu. Eftir þessa byrjunarörðugleika hófust tónleikarnir. Dagskráin var bland í poka og var í fjörlegri kantinum. Þar kenndi margra grasa. Atriðin voru flest stutt og óþarfi að telja þau öll upp. Það fyrsta var Passakalían eftir Halvorsen sem þau Rosanne Philippens fiðluleikari og István Várdai sellóleikari léku af eftirminnilegum glæsibrag. Síðan tók við runa af verkum sem voru flutt af tveimur eða fleiri hljóðfæraleikurum, og smám saman komu fram allir flytjendur hátíðarinnar. Víkingur Heiðar Ólafsson kynnti dagskrána. Hann sagði í leiðinni frá hljóðfærunum sem var leikið á, og ekki var laust við að það færi um mann að heyra hversu verðmæt þau voru. Þarna var t.d. sellóið sem einn frægasti sellisti 20. aldarinnar, Jaqueline du Pré, lék á, en hún lést langt fyrir aldur fram. Enn merkilegri var fiðlan sem enginn annar en Napoleon Bonaparté átti, en það var Sayaka Shoji sem spilaði á hana. Andrúmsloftið var létt á tónleikunum. Víkingur var hinn skemmtilegasti sem kynnir og mörg atriðin voru frábær. Fyrsti kaflinn í g-moll píanókvartettinum eftir Brahms var sérlega vel fluttur, sama má segja um rúmenska dansa eftir Bartók, vals eftir Cage, sönglag eftir Fauré í sellóútsetningu og spuna. Opening eftir Philip Glass sem Víkingur lék ásamt Strokkvartettinum Sigga var hrífandi fagurt, og þeim mun aðdáunarverðara sem strokkvartettinn var nýbúinn að flytja kvartett eftir Morton Feldman í Mengi fyrr um daginn. Hann tók rúma fimm klukkutíma! Tónleikarnir nú voru líka heldur langir, þrír tímar er ansi ríflegt, verður að segjast. Að öðru leyti var þetta notaleg stund og flottur endir á metnaðarfullri hátíð. Niðurstaða: Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music voru líflegir og áheyrilegir.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira