Upplýsingar um skoðanakúgun og ofbeldi útgerðarmanna Svanur Kristjánsson skrifar 29. júní 2017 07:00 „Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Það sem meira er að útgerðarmenn eru farnir að njósna markvisst um sjómenn um hvað þeir eru að segja og hverrar skoðunar þeir eru. Þetta fékkst ærlega staðfest í verkfallinu. Núna eru svo hreinsanir hafnar og sjómenn sem „gengu ekki í takt“ eins og það kallast eru þegar farnir að gjalda með atvinnumissi.“ (Úlfar Hauksson vélstjóri 27. júní 2017). Vorið 1990 gerðist Alþingi Íslendinga „þjófþing“ og samþykkti lög um frjálst framsal fiskveiðiheimilda. Þar með var íslensku þjóðfélagi skipt niður í tvær meginstéttir á grundvelli yfirráða yfir dýrmætustu sameign þjóðarinnar: Annars vegar gjafakvótaeigendur sem nýttu auðlind þjóðarinnar sjálfum sér til fénýtingar og brasks. Hins vegar venjulegir Íslendingar sem ekki nutu réttmætra eigna sinna. Allar götur síðan hefur krabbamein gjafakvótakerfisins nagað rætur íslenska lýðveldisins. Ráðamenn brugðust þjóð sinni en kusu að lúta útgerðarauðvaldinu og þiggja í staðinn fé og stuðning sægreifanna – eins og Styrmir Gunnarsson lýsir vel í bók sinni Umsátrið – Fall Íslands og endurreisn (2009). Þorri Íslendinga hefur hins vegar aldrei fallist á gjafakvótakerfið og ægivald útgerðarmanna. Ítrekaðar skoðanakannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu þjóðarinnar. Ráðastéttin hefur samt ítrekað hundsað vilja fólksins um kerfisbreytingu. Þar halda engin loforð stjórnmálaflokka fyrir kosningar – nú síðast fyrir alþingiskosningar 2016. Illa fenginn auður virðist hins vegar skapa ótta meðal gjafakvótaeigenda um að missa núverandi forréttindi. Einkum skulu sjómenn lúta valdi þeirra og vilja í einu og öllu. Á nýliðnum vetri áttu sjómenn í langvarandi verkfallsátökum við útgerðarmenn. Samningurinn var umdeildur í röðum sjómanna en nærri helmingur greiddi atkvæði á móti. Sumir útgerðarmenn í röðum stærstu gjafakvótaeigenda hafa nú gripið til örþrifaþrifa: Laumuðu sér inn á lokaðar fésbókarsíður sjómanna þar sem skipst var á skoðunum og upplýsingum í verkfallinu. Síðan voru „óþægir“ sjómenn pikkaðir út og haldið í óvissu á uppsagnarfresti mánuðum saman án þess að vita hvort þeir haldi starfi sínu og lífsviðurværi. Sumir hafa þegar goldið fyrir skoðanir sínar með atvinnumissi. Íslenska lýðveldið er einfaldlega í siðferðilegri upplausn. Endurreisnin eftir Hrun er öll í molum. Því fer fjarri að þar sé fyrst og fremst við útgerðarmenn að sakast. Alþingi Íslendinga bjó til forréttindakerfi gjafakvótaeigenda. Réttarkerfið í landinu þarf einnig þegar í stað að rannsaka upplýsingar um að á Íslandi sé fólk svipt grundvallarmannréttindum. Réttarríkið á að vernda alla gegn hvers konar ofbeldi og kúgun. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar