Hnattflugsþristur á leið til Keflavíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2017 17:48 Douglas DC 3-vélin var smiðuð árið 1940. Mynd/Breitling. Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna. Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Douglas DC-3 flugvélin, sem er á leið umhverfis jörðina, fór á loft frá Narsarsuaq-flugvelli á Suður-Grænlandi nú síðdegis og áætlar lendingu á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan 23 í kvöld, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Brottför frá Grænlandi hafði þá frestast um sex klukkustundir vegna ísingarhættu og smávægilegrar bilunar. Áformað hafði verið að flugvélin lenti í Reykjavík en þegar flugáætlun hafði verið uppreiknuð eftir flugtak frá Grænlandi kom babb í bátinn. Hún sýndi að vélin myndi ekki ná til Reykjavíkur fyrr en klukkan 23.18, en samkvæmt reglum flugvallarins eru lendingar bannaðar þar eftir klukkan 23. Því neyðist þristurinn til að lenda í Keflavík. Hér má fylgjast með flugferli vélarinnar. Þessi 77 ára gamli forngripur er í sex mánaða hnattflugi á vegum svissneska Breitling-úraframleiðandans í því skyni að setja heimsmet. Henni er ætlað að verða elsta flugvélin til að fljúga umhverfis jörðina. Flugið hófst í Genf í marsmánuði og var förinni fyrst heitið um Miðausturlönd og Asíu. Síðustu vikur hefur leiðin legið yfir Ameríku en heimsreisunni lýkur í Sviss þann 13. september.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson. Vélin hét áður Gljáfaxi og lagði grunninn að innanlandsfluginu.Á morgun, sunnudag, var fyrirhugað að íslenski þristurinn Páll Sveinsson og Breitling-þristurinn flygju saman yfir Reykjavík og nágrenni. Þrátt fyrir lendinguna í Keflavík vonast Tómas Dagur til að áhöfn Breitlings-þristsins fáist til að fljúga vélinni yfir til Reykjavíkur í fyrramálið svo að samflugið geti farið fram á morgun. Frá Íslandi er áætlað að hnattflugsvélin fljúgi til Skotlands á mánudag. Það verður sífellt fátíðara að svo gömlum flugvélum sé flogið til Íslands yfir úthafið. Þess er skemmst að minnast að Lancaster-sprengjuflugvél lenti í Reykjavík árið 2014 og Catalina-flugbátur kom árið 2012. Því má ætla að þessi heimsókn veki eftirtekt flugáhugamanna.
Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30 Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07 Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Þristur í hnattflugi lendir í Reykjavík Flugvélinni er ætlað að verða sú elsta til að komast umhverfis jörðina. Páll Sveinsson heiðrar systurvél sína með samflugi. 25. ágúst 2017 21:30
Sprengjuflugvélin skoðuð að innan sem utan Fjölmargir borgarbúar virtu fyrir sér Avro Lancaster Mk X sprengjuflugvél úr seinni heimstyrjöldinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 7. ágúst 2014 17:07
Ísingarhætta seinkar þristaflugi til Íslands Áhöfn Douglas DC 3-fornvélarinnar, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, hefur seinkað brottför frá Grænlandi vegna ísingarhættu. 26. ágúst 2017 12:38