Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Þórhildur Þorkelsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 20:39 Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn. Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir þrjú hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. Fellibylurinn gekk á land við suðurströnd Bandaríkjanna um þrjúleytið í nótt en Texas og nágrannaríki urðu verst úti. Harvey var í nótt flokkaður sem fjórða stigs fellibylur en honum fylgdi gríðarleg úrkoma og vindhraði sem var um sextíu metrar á sekúndu. Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór fram á aukna aðstoð vegna óveðursins.Visir/gettyFjöldi björgunarfólks voru á svæðinu en víða voru aðstæður of hættulegar til björgunaraðgerða. Ofankoman var gríðarleg; hávaðarok og fjögurra metra flóðöldur við ströndina. Langar bílaraðir mynduðust þegar hundruð þúsunda Texasbúa reyndu að flýja hamfarasvæðin. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, fór í gær fram á aukna aðstoð frá Alríkisstjórninni en hann reiknar með að tjón af völdum Harvey komi til með að hlaupa á milljörðum Bandaríkjadala. Donald Trump forseti varð við þessari beiðni og fellibylurinn er flokkaður formlega sem náttúruhamfarir.Fellibylurinn var mjög öflugur og olli strax mikilli eyðileggingu.Vísir/getty„Eins og lýst var á símafundinum áðan mun flóðhæðin slá fyrri met á fjölmörgum stöðum, allt frá Corpus Christi svæðinu til Houston og nágrennis,“ segir Abbott, ríkisstjóri Texas. Styrkur fellibylsins hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á daginn og er hann nú flokkaður sem fyrsta stigs fellibylur en aftur á móti má búast við miklum flóðum í kjölfarið sem yfirvöld hafa ekki síður áhyggjur af. Því er spáð að úrkoman verði allt að einum metra í það heila og að óveðrið gangi ekki niður fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. „Við munum þurfa að fást við gífurleg flóð sem slá fyrri met á fjölmörgum svæðum vítt og breitt um Texas. Eins og þið vitið mun þessi fellibylur fara langt inn í land og spáð er að hann muni sveima um í talsverðan tíma, jafnvel dögum saman,“ segir ríkisstjórinn.
Tengdar fréttir Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Lífshættuleg flóð gætu fylgt fellibylnum Harvey Varað er við sjávar- og skyndiflóðum í Texas þar sem stærsti fellibylurinn í Bandaríkjunum í tólf ár á að ganga á land í kvöld. 25. ágúst 2017 10:31