Enski boltinn

Ranieri: Glímum við tvö vandamál; fáum á okkur mörk og skorum ekki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ranieri og hans menn eru aðeins stigi frá fallsæti.
Ranieri og hans menn eru aðeins stigi frá fallsæti. vísir/getty
„Við glímum við tvö vandamál. Við fáum á okkur mörk og skorum ekki,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, eftir 2-0 tap Refanna fyrir Swansea City í dag.

Þetta var fimmta tap Leicester í röð en Englandsmeistararnir eru aðeins einu stigi frá fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er ótrúlegt. Við byrjuðum vel og vildum ná góðum úrslitum gegn liði sem er í fallbaráttu eins og við,“ sagði Ranieri.

„Við gerðum ágæta hluti en þeir skoruðu með fyrsta skotinu sínu á markið og svo aftur. Þá var erfitt að koma til baka.“

Leicester hefur aðeins náð í eitt stig og á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári. Ótrúlegur viðsnúningur hjá liði sem varð Englandsmeistari í fyrra.

Leicester er enn með í ensku bikarkeppninni og Meistaradeild Evrópu en Ranieri segir að úrvalsdeildin hafi forgang.

„Við einbeitum okkur að deildinni. Bikarinn og Meistaradeildin eru annað. Við viljum spila vel og halda okkur uppi. Það er aðalmarkmiðið,“ sagði Ítalinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×