Lífið

Rugluðust á Alec Baldwin og Donald Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Baldwin fer með hlutverk Trump í þáttunum Saturday Night Live og hefur Trump ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á túlkun Baldwin á sér.
Baldwin fer með hlutverk Trump í þáttunum Saturday Night Live og hefur Trump ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á túlkun Baldwin á sér. Skjáskot/Twitter
Dagblaðið El Nacional í dóminíska lýðveldinu hefur gefið út afsökunarbeiðni fyrir að hafa ruglast á Donald Trump bandaríkjaforseta og leikaranu Alec Baldwin.

Baldwin fer með hlutverk Trump í þáttunum Saturday Night Live og hefur Trump ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á túlkun Baldwin á sér.

Í frétt El Nacional var mynd af Baldwin í gervi Trump og var hann titlaður sem forseti Bandaríkjanna.

Blaðið hefur beðist afsökunar á mistökunum, en enginn hafði tekið eftir þeim áður en blaðið fór í prentun, samkvæmt tilkynningu. Myndin hafði borist frá Associated Press ásamt frétt um Saturday Night Live en blaðið segir að framsetningin hafi verið á þann veg að um mynd af forsetanum væri að ræða.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×