Fram-stúlkur höfðu betur gegn ÍBV, 33-30, í toppslag í Olís-deild kvenna í kvöld.
Fram var alltaf skrefi á undan í leiknum og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 16-14. Það forskot gaf liðið aldrei eftir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir fór á kostum í liði Fram í kvöld og skoraði tíu mörk. Greta Kavaliauskaite var atkvæðamest í liði ÍBV með átta mörk.
Með sigrinum komst Fram upp fyrir ÍBV og í annað sætið. Fram er með átta stig í öðru sæti en ÍBV sjö í þriðja. Valur er á toppnum með níu stig.

