Tveir erlendir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu umtalsvert magn amfetamínvökva falið í bíl þeirra í ferjunni Norrænu.
Í tilkynningu frá tollstjóra segir að efnið hafi fundist fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Austurlandi.
Í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á amfetamínvökva
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
