3.000 km fyrir þrjár mínútur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ágúst Birgisson og félagar þurfa að leggja mikið á sig fyrir lítið. vísir/anton „Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“ Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
„Þetta er úrskurður sem við áttum ekki von á,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, við íþróttadeild um úrskurð handboltadómstólsins í máli rússneska liðsins St. Pétursborgar sem það höfðaði eftir tapið fyrir Hafnafjarðarliðinu í 2. umferð EHF-bikarsins. FH vann einvígið samanlagt eftir framlengingu í seinni leiknum en það átti aldrei að framlengja heldur að fara beint í vítakastkeppni. Nú þurfa FH-ingar að ferðast aftur tæplega 3.000 kílómetra til að framkvæma vítakeppnina og missa mögulega sætið í 3. umferðinni. „Það kom fram degi fyrir leik á tæknifundi með eftirlitsmanni og fulltrúum félaganna að það yrði framlengt. Við meira að segja spurðum til öryggis hvort það væri ein eða tvær framlengingar og hann sagði tvær og svo vítakastkeppni,“ segir Ásgeir.Slæmt mál Þegar leikurinn endaði svo með samanlögðu jafntefli eftir báða leikina var það eina sem var rætt á milli þjálfara og eftirlitsmanns hvort útivallarmörkin væru enn þá í gildi. Aldrei var talað um að fara beint í vítakastskeppni þannig að mistökin liggja alfarið hjá EHF. „Því miður eru svona mál að koma upp þar sem reglur eru að breytast eftir á eða á meðan að leik stendur. Þetta er ekki gott mál fyrir íþróttina eða EHF og þá sem stjórna þar. Þetta er slæmt mál,“ segir Ásgeir.Íhuga að áfrýja Þrír meðlimir handboltadómstólsins með Kýpverja í fararbroddi tóku þessa ákvörðun en þegar íþróttadeild leitaði frekari upplýsinga hjá EHF um þá sem sátu í nefndinni var fátt um svör. „Ég veit hverjir sátu í þessari nefnd og er búinn að fá það uppgefið og niðurstöðu dóms og hvernig menn tóku á þessu máli. Það er eitthvað sem við félögin fáum upplýsingar um en er annars ekki gert opinbert,“ segir Ásgeir sem segir FH-inga nú íhuga hvort þeir áfrýi. „Þetta er rosalegur dómur að kyngja og hvað þá að fara hugsanlega út aftur. Þetta er alvarlegt fyrir okkur, hreyfinguna og íþróttina. Við ætlum að melta þetta aðeins og ræða við menn innan HSÍ og félagsins og taka svo ákvörðun um hvort við áfrýjum.“ FH fer með fullmannaðan hóp til Rússlands komi til þess að liðið þurfi að fara enda borgar EHF brúsann. „Við færum með óbreyttan 20 manna hóp út. Við lögðum mikið í þetta verkefni og fórum út til að vinna og gerum það aftur. Það tekur svona viku að fá vegabréfsáritun, ferðalagið tekur tvo til þrjá daga og svo mun þetta samt bara taka svona þrjár mínútur.“
Handbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira