Við leitum svara með þér og Bleiku slaufunni Ásgeir R. Helgason skrifar 19. október 2017 07:00 Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Til að að efla stuðning og ráðgjöf við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hefur Krabbameinsfélagið ákveðið að helga Bleiku slaufuna 2017 Ráðgjafarþjónustu félagsins. Mikil fjölgun hefur orðið á tíðni krabbameina undanfarin ár meðal annars vegna aukins mannfjölda og hærri meðalaldurs. Sífellt fleiri læknast hins vegar vegna skilvirkari greininga og bættra meðferðarúrræða. Árið 1976 voru 2.298 Íslendingar á lífi sem höfðu fengið krabbamein. Árið 2016 voru þeir 13.983 og áætlað er að þeir verði um 18.300 árið 2026. Ljóst er að efla þarf ráðgjöf og stuðning til að mæta auknum fjölda.Stuðningi og ráðgjöf ábótavant Í nýrri könnun sem Maskína vann fyrir Krabbameinsfélagið meðal 1.500 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára (valdir af handahófi úr Þjóðskrá) kom fram að rúmlega helmingur svarenda átti náinn ættingja sem greinst hafði með krabbamein og enn fleiri þekktu einhvern sem greinst hafði með sjúkdóminn. Þá höfðu 5% greinst sjálf með krabbamein. Almennt töldu 80% svarenda að stuðningur vegna réttindamála þeirra sem greinst höfðu með krabbamein væri ófullnægjandi, en næstum 90% þeirra sem sjálfir höfðu greinst voru þeirrar skoðunar. Alls töldu 80% að sálrænum einkennum væri ekki sinnt nægilega vel og 70% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein voru sömu skoðunar. Stuðningur við aðstandendur á meðan á meðferð stóð var talinn ófullnægjandi af um það bil 70% þátttakenda og 60% þeirra sem höfðu greinst með krabbamein voru sömu skoðunar. Þegar svör aðstandenda krabbameinssjúklinga voru skoðuð sérstaklega kom fram að 70% töldu stuðninginn ófullnægjandi. Helmingur allra svarenda taldi stuðning við aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein ófullnægjandi að lokinni meðferð, en 30% þeirra sem greinst höfðu með krabbamein töldu sig ekki hafa fengið fullnægjandi stuðning að meðferð lokinni.Ráðgjafarþjónusta án endurgjalds Þrátt fyrir að umönnun og meðferð þeirra sem greinast með krabbamein sé á margan hátt til fyrirmyndar er ljóst að mikið svigrúm er til að efla þjónustuna, ekki síst varðandi réttindamál, sálrænan stuðning og stuðning við aðstandendur. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er boðið upp á þjónustu hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu. Alla virka daga er boðið upp á viðtöl og einstaklingsráðgjöf, símaráðgjöf, slökun og fyrirlestra auk starfsemi stuðningshópa félagsins. Einnig er fjöldi námskeiða og fyrirlestra í boði sem hafa að markmiði að mæta þörfum þess breiða hóps sem til Ráðgjafarþjónustunnar leitar. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu. Á landsbyggðinni er hægt að sækja stuðning og ráðgjöf hjá átta þjónustuskrifstofum sem starfa í nánu samstarfi við Ráðgjafarþjónustuna auk þess sem mörg svæðafélaganna eru dyggur bakhjarl á sínu svæði. Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins. Í ár er safnað fyrir Ráðgjafarþjónustunni í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Nánari upplýsingar er að finna á www.bleikaslaufan.is. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar