Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 20:00 Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn. Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn.
Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00
"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30