
Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump

Repúblikaninn Devon Nunes er formaður nefndarinnar og sagði hann að nefndin hafi farið fram á það að dómsmálaráðuneytið myndi svara fyrirspurnum nefndarinnar um upplýsingar um málið fyrir 20. mars næstkomandi.
„Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað,“ sagði Nunes um meintar hleranir Obama en Trump sakaði forvera sinn í starfi um að hafa fyriskipað að Trump Tower, höfuðstöðvar Trump í kosningabaráttunni, skyldu hleraðar.
Sagði Nunes að miðað við þau samtöl sem nefndin hefði átt væri það það mat hans að Trump Tower hafi ekki verið hleraður. James Comey, yfirmaður FBI, mun koma fyrir nefndina þann 20. mars og svara spurningum hennar.
Trump fór fram á það að þingið myndir rannsaka þær ásakanir á hendur Obama sem hann setti fram á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Trump lagði þó ekki fram nein sönnunargögn til þess að styðja mál sitt.
Obama hefur staðfastlega neitað því að hafa fyrirskipað slíkar hleranir. Þá hefur James Clapper, sem gegndi embætti yfirmanns njósnamála á þeim tíma sem hleranirnar eiga að hafa farið fram, sagt að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um slíka hlerun. Ómögulegt væri að slík fyrirskipun um slíka hlerun hefði getað farið fram hjá honum sem yfirmaður njósnamála.
Tengdar fréttir

Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump
Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað.

Samsæriskenning rataði úr útvarpi á Twitter-síðu forsetans
Yfirlýsingar Trump um meintar hleranir Obama hafa vakið mikla furðu, en talsmenn Hvíta hússins hafa sömuleiðis lýst furðu sinni á því að allir láti eins og Trump skáldað þessar ásakanir.

FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir
Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir.

Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama
Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna.

Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama
Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt.

Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan
James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar.