Lífið

Ljósmyndum úr einkasafni Emmu Watson lekið á netið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emma Watson
Emma Watson Vísir/Getty
Breska leikkonan Emma Watson hefur falið lögfræðingum sínum að kanna réttarstöðu sína eftir að tugum ljósmynda af henni þar sem sjá má hana máta ýmiss konar föt var stolið og myndirnar birtar á netinu. BBC greinir frá.

Talsmaður hennar hefur staðfest þetta og segir að myndirnar hafi verið teknar þegar Watson var í mátun hjá stílista fyrir nokkrum árum síðar.

Tók talsmaðurinn sérstaklega fram að ekki væri um nektarmyndir að ræða en undanfarin ár hefur töluverður fjöldi leikkvenna í Hollywood orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum sem komist hafa yfir og birt slíkar myndir á netinu.


Tengdar fréttir

FBI og Apple leita þrjótanna: Lawrence-lekinn í hnotskurn

Tölvuþrjótar brutust inn á varða reikninga rúmlega eitt hundrað þekktra einstaklinga og láku nektarmyndum á netið. Þeirra á meðal voru svæsnar myndir af Óskarsverðlaunaleikkonunni Jennifer Lawrence.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.