Lífið

Ítarleg úrslit Söngvakeppninnar birt: Svala efst á öllum stigum keppninnar

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Svala Björgvinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Söngvakeppni Sjónvarpsins. vísir/andri marínó
Svala Björgvinsdóttir fékk flest stig á öllu stigum Söngvakeppni Sjónvarpsins sem lauk um liðna helgi.

Svala fékk 12.789 atkvæði á seinna undakvöldinu, og fékk lagið hennar Paper því flest atkvæði af öllum þeim lögum sem voru flutt á undankvöldunum tveimur.

Hún  fékk 45.258 atkvæði úr fyrri símakosningunni í úrslitunum, fékk flest stig frá dómurunum, 24.759 stig, og fékk 124.828 atkvæði í einvíginu á móti Daða Frey Péturssyni.

Hildur var 32 atkvæðum frá þriðja sætinu

Á fyrra undankvöldinu sem fór fram 25. febrúar var Aron Hannes efstur með 11.399 atkvæði, Rúnar Eff með 4.096 atkvæði og Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir með 3.319 atkvæði. Þrjú atriði af sex komust upp úr undanriðlinum en 32 atkvæðum frá þriðja sætinu var Hildur Kristín Stefánsdóttir með lagið sitt Bammbaramm. Hún fékk 3.287 atkvæði en var að lokum valin í úrslitin sem sjöunda lagið af sérstakri dómnefnd RÚV.

Keppnin um þriðja sætið á seinna undankvöldinu, sem fór fram 4. mars síðastliðinn, var ekki eins hörð.

Svala fékk 12.789 atkvæði, Aron Brink fékk 10.315 atkvæði og Daði Freyr Pétursson fékk 5.005 atkvæði. Í fjórða sæti voru Páll Rósinkranz og Kristina Bærendsen með 3.954 atkvæði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.