Fótbolti

Tímabilið búið vegna sjaldgæfs sjúkdóms

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Götze á æfingu með Dortmund.
Mario Götze á æfingu með Dortmund. vísir/getty
Dortmund hefur staðfest með yfirlýingu á heimasíðu sinni að Mario Götze, HM-hetja Þjóðverja, spili ekki meira með Dortmund á tímabilinu.

Götze greindist fyrr í vetur með sjaldgæfan vöðvavisnunarsjúkdóm sem gæti hreinlega gert út af við knattspyrnuferil hans.

Sjálfur hefur hann þó alls ekki gefið upp vonina og það gera forráðamenn Dortmund ekki heldur. Vonast er til að hann geti byrjað að æfa aftur í sumar og orðið leikfær í upphafi næsta tímabils.

Götze spilaði síðast með Dortmund í lok janúar en hann hefur alls komið við sögu í sextán leikjum þetta tímabilið og skorað í þeim tvö mörk.

Dortmund er sem stendur í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar með 43 stig, sextán stigum á eftir toppliði Bayern. Liðið er einnig komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og í undanúrslit bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×