Unnið með skot- og brunasár Svavar Hávarðsson skrifar 15. mars 2017 10:00 Mörg hundruð þúsund manns eru aflimaðir árlega vegna sára. Vísir/Kerecis nýsköpun Góð reynsla af samstarfi lækningavörufyrirtækisins Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nú þegar framleiðir Kerecis og selur sáraroð til meðhöndlunar á þrálátum sárum, oft tilkominna vegna sykursýki. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Hluti af því verkefni sem um ræðir var birting greinar í Journal of Military Medicine í síðustu viku. Kerecis hefur gert þrjá samninga við bandarísk varnarmálayfirvöld; við rannsókna- og lækningavöruinnkaupadeild bandaríska landhersins. Eins vinnur Kerecis að verkefnum með sárarannsóknasetri landhersins og rannsóknamiðstöð sjóhersins.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KerecisVara Kerecis, sem er ísfirskt fyrirtæki að uppruna, er úr þorskroði, ætluð til að meðhöndla þrálát sár og er gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare, sem tryggir alla Bandaríkjamenn sem eru 65 ára og eldri. Vaxandi fjöldi einkarekinna tryggingafyrirtækja greiðir einnig fyrir meðhöndlun þar sem sáraroðið er notað. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir aðspurður að fyrirtækið sé enn á sprotastigi og gefi því ekki upp sölutölur sínar. „En allavega þá hófum við sölu í Bandaríkjunum í janúar 2016 og vorum þá ekki með neina sölumenn, en núna erum við með 20 sölumenn og umboðssölumenn,“ segir Guðmundur Fertram og bætir við að á næstu vikum sé jafnvel tíðinda að vænta af markaðsmálum Kerecis. Guðmundur Fertram segir frá því að læknaþing Kerecis hafi verið haldið um liðna helgi. Þingið var sótt af læknum sem nota sáraroð Kerecis til meðferðar á lífshættulegum sárum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, flutti ávarp við opnun ráðstefnunnar þar sem hún ræddi um nýsköpun á Íslandi og áherslu núverandi ríkisstjórnar á stuðning við nýsköpun og rannsóknir. Hún ræddi m.a. um að gott væri að sjá að aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs séu að skila sér í vexti fyrirtækja eins og Kerecis með tækni sem læknar um allan heim séu farnir að tileinka sér. Sáraroðsþing Kerecis er haldið á Íslandi tvisvar á ári og er gert ráð fyrir að yfir 100 læknar sæki ráðstefnurnar í ár. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá Medicare í öllum ríkjum. „Aflimunum í heiminum vegna sykursýki heldur áfram að fjölga ár frá ári og nálgast nú hálfa milljón árlega. Læknarnir sem tóku þátt í þinginu eru leiðandi á heimsvísu í meðhöndlun á alvarlegum sárum og það er ótrúlega mikilvægt að sjá að sáraroð er orðið meðhöndlunarúrræði fyrir sjúklinga sem standa frammi fyrir missi á fótum,“ segir Guðmundur Fertram. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
nýsköpun Góð reynsla af samstarfi lækningavörufyrirtækisins Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nú þegar framleiðir Kerecis og selur sáraroð til meðhöndlunar á þrálátum sárum, oft tilkominna vegna sykursýki. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölukerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Hluti af því verkefni sem um ræðir var birting greinar í Journal of Military Medicine í síðustu viku. Kerecis hefur gert þrjá samninga við bandarísk varnarmálayfirvöld; við rannsókna- og lækningavöruinnkaupadeild bandaríska landhersins. Eins vinnur Kerecis að verkefnum með sárarannsóknasetri landhersins og rannsóknamiðstöð sjóhersins.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KerecisVara Kerecis, sem er ísfirskt fyrirtæki að uppruna, er úr þorskroði, ætluð til að meðhöndla þrálát sár og er gjaldgeng hjá félagslega hluta bandaríska heilbrigðiskerfisins, Medicare, sem tryggir alla Bandaríkjamenn sem eru 65 ára og eldri. Vaxandi fjöldi einkarekinna tryggingafyrirtækja greiðir einnig fyrir meðhöndlun þar sem sáraroðið er notað. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis, segir aðspurður að fyrirtækið sé enn á sprotastigi og gefi því ekki upp sölutölur sínar. „En allavega þá hófum við sölu í Bandaríkjunum í janúar 2016 og vorum þá ekki með neina sölumenn, en núna erum við með 20 sölumenn og umboðssölumenn,“ segir Guðmundur Fertram og bætir við að á næstu vikum sé jafnvel tíðinda að vænta af markaðsmálum Kerecis. Guðmundur Fertram segir frá því að læknaþing Kerecis hafi verið haldið um liðna helgi. Þingið var sótt af læknum sem nota sáraroð Kerecis til meðferðar á lífshættulegum sárum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, flutti ávarp við opnun ráðstefnunnar þar sem hún ræddi um nýsköpun á Íslandi og áherslu núverandi ríkisstjórnar á stuðning við nýsköpun og rannsóknir. Hún ræddi m.a. um að gott væri að sjá að aukin framlög til Tækniþróunarsjóðs séu að skila sér í vexti fyrirtækja eins og Kerecis með tækni sem læknar um allan heim séu farnir að tileinka sér. Sáraroðsþing Kerecis er haldið á Íslandi tvisvar á ári og er gert ráð fyrir að yfir 100 læknar sæki ráðstefnurnar í ár. Kerecis hefur vaxið hratt undanfarin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endurgreitt hjá Medicare í öllum ríkjum. „Aflimunum í heiminum vegna sykursýki heldur áfram að fjölga ár frá ári og nálgast nú hálfa milljón árlega. Læknarnir sem tóku þátt í þinginu eru leiðandi á heimsvísu í meðhöndlun á alvarlegum sárum og það er ótrúlega mikilvægt að sjá að sáraroð er orðið meðhöndlunarúrræði fyrir sjúklinga sem standa frammi fyrir missi á fótum,“ segir Guðmundur Fertram.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira