Fjórðungur ósáttur við gengisþróun krónunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 15. mars 2017 10:30 Einungis 9,2 prósent svarenda úr mannvirkja- og byggingariðnaði voru ósátt við gengisþróun krónunnar. Vísir/Vilhelm Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif. Þetta kemur fram í nýrri netkönnun SI. Samkvæmt henni eru um 36 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan samtakanna ánægð með gengisþróunina í samanburði við 42 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári. Áberandi er hversu stórt hlutfall þeirra fyrirtækja sem eru í hugverkaiðnaði, framleiðslu og matvælaiðnaði segja þróunina koma illa við sinn rekstur. Um 63,3 prósent forsvarsmanna fyrirtækja í hugverkaiðnaði sögðu hana koma frekar eða mjög illa við reksturinn. Hjá framleiðslu- og matvælafyrirtækjum voru 42,5 prósent á sömu skoðun.Samkvæmt tölunum er augljóst að sterk tengsl eru á milli þess hversu mikið vægi útflutningur hefur í rekstrinum og þess hvernig þetta hittir menn fyrir.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Þessar niðurstöður segja okkur það að öll iðnfyrirtæki sem eru í útflutningi kvarta sáran yfir stöðunni. Við höfum miklar áhyggjur af því og finnum að menn eru að bregðast við og færa starfsemi að minnsta kosti að hluta til úr landi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Gengi evru var um 120 krónur og dollars um 114 þegar könnun SI var gerð. Um ellefu prósent félagsmanna sögðu þróunina koma sér mjög illa og fjórtán prósent frekar illa. Svarið hvorki né átti við um 37 prósent svarenda og 27 prósent svöruðu „frekar vel“. Einungis níu prósent voru mjög ánægð með þróunina og tvö prósent svarenda neituðu að gefa upp afstöðu. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif. Þetta kemur fram í nýrri netkönnun SI. Samkvæmt henni eru um 36 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan samtakanna ánægð með gengisþróunina í samanburði við 42 prósent í sambærilegri könnun fyrir ári. Áberandi er hversu stórt hlutfall þeirra fyrirtækja sem eru í hugverkaiðnaði, framleiðslu og matvælaiðnaði segja þróunina koma illa við sinn rekstur. Um 63,3 prósent forsvarsmanna fyrirtækja í hugverkaiðnaði sögðu hana koma frekar eða mjög illa við reksturinn. Hjá framleiðslu- og matvælafyrirtækjum voru 42,5 prósent á sömu skoðun.Samkvæmt tölunum er augljóst að sterk tengsl eru á milli þess hversu mikið vægi útflutningur hefur í rekstrinum og þess hvernig þetta hittir menn fyrir.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.„Þessar niðurstöður segja okkur það að öll iðnfyrirtæki sem eru í útflutningi kvarta sáran yfir stöðunni. Við höfum miklar áhyggjur af því og finnum að menn eru að bregðast við og færa starfsemi að minnsta kosti að hluta til úr landi,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Markaðinn. Gengi evru var um 120 krónur og dollars um 114 þegar könnun SI var gerð. Um ellefu prósent félagsmanna sögðu þróunina koma sér mjög illa og fjórtán prósent frekar illa. Svarið hvorki né átti við um 37 prósent svarenda og 27 prósent svöruðu „frekar vel“. Einungis níu prósent voru mjög ánægð með þróunina og tvö prósent svarenda neituðu að gefa upp afstöðu.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira