Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins fengu stjórnendur Olís nýverið svar frá Costco um að fyrirtækið hefði hafnað tilboði olíufélagsins. Forsvarsmenn Costco hafa síðustu mánuði átt í viðræðum við Olís og Skeljung um kaup á eldsneyti fyrir fjölorkustöð Costco sem nú er í byggingu í Kauptúni í Garðabæ. Bandaríska fyrirtækið vill selja yfir tíu milljónir lítra af eldsneyti á ári og hefja rekstur í maí.
Fjölorkustöð Costco verður einungis opin meðlimum sem greiða fyrirtækja- eða einstaklingsaðild.
Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent