Krakkarnir í hverfinu eru allskonar en eiga öll rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun