Sindri tjáir sig um viðtalið: „Varð svakalega hissa“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 17:54 "Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ „Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06 Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég er kannski ekki alveg sammála um að það hafi fokið í mig, en ég varð svakalega hissa,“ segir Sindri Sindrason sjónvarpsmaður um umdeilt viðtal hans við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu, í fréttum Stöðvar 2 í gær. Tara Margrét mætti í viðtal til Sindra til þess að ræða ráðstefnuna Truflandi tilvist. Í viðtalinu sagði Tara að Sindri geti ekki sett sig í þeirra spor því hann tilheyri ekki minnihlutahópum – og sé í raun í forréttindahópi. Því var Sindri ekki alls kostar sammála. „Veistu hvað ég er í mörgum minnihlutahópum? Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt, ég er fyrsti samkynhneigði maðurinn til að ættleiða á Íslandi, ég er giftur útlendingi, eða hálfum útlendingi þannig að við skulum ekki fara þangað,“ sagði Sindri í viðtalinu, og sitt sýnist hverjum, en Sindri hefur meðal annars verið sakaður um að sýna jaðarhópum skilningsleysi.Hef ekkert gaman að þessu Sindri, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis, sagði ætlun sína aldrei hafa verið að gera lítið úr þeim sem orðið hafa fyrir fordómum, líkt og sumir hafa haldið fram. „Ég vil ekki gera lítið úr þeim sem finna fyrir fordómum. Ég hef spurt þessarar spurningar mjög oft í mínum innslögum, til dæmis á geðdeild eða fólk sem er að ganga í gegnum erfiðleika. Ég bjóst við svarinu: jú oft eru fordómar innra með manni en að sjálfsögðu eru fordómar þarna úti,“ sagði Sindri. Sindri sagðist fyrst og fremst hafa orðið hissa á svari hennar. „Þarna hefði hún getað sagt: Við erum að tala um þetta almennt, en þarna beinir hún þessu beint gegn mér. Ég verð ekki reiður, ég verð bara meira hissa og þá fannst mér bara allt í lagi að svara – ég er í fullt af minnihlutahópum,“ sagði hann. Aðspurður segist binda vonir við að málinu sé nú lokið. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt. Ég viðurkenni það bara. Ég hef ekkert gaman að þessu.“ Hlusta má á viðtalið við Sindra í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtal Sindra við Töru hefst á mínútu 7.06
Tengdar fréttir Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01 Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi Samtökin '78, Samtök um líkamsvirðingu, Tabú og Trans Ísland fordæma framgöngu Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns. 7. mars 2017 13:01
Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Lydia Brown segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi fordómarnir sem hán verður fyrir beinast gegn. 7. mars 2017 11:14