Innlent

Mikið álag á Landspítalanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. vísir/vilhelm
Mikið álag er á Landspítala og á bráðamóttöku er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika. Við þessar aðstæður má gera ráð fyrir því að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að forflokkun lokinni.

Flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafa opna síðdegismóttöku og Læknavaktin á Smáratorgi er opin til kl. 23:00.


Tengdar fréttir

Landlæknir telur heilbrigðiskerfið verulega brotakennt

Birgir Jakobsson, landlæknir, segir í Víglínunni á Stöð 2 að sérfræðimönnun sé ábótavant á landspítalanum, kerfið sé brotakennt og þróun þess ekki sambærileg þeirri sem orðið hefur í nágrannalöndum okkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×