Jaðarhópar sameina krafta sína: „Ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2017 11:14 „Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ef við ætlum að segja að við getum bara talað um eitt í einu - bara konur á mánudögum, lesbíur á þriðjudögum, fatlað fólk á miðvikudögum, brúnt fólk á fimmtudögum, ef við ætlum að vera þar og við höldum kannski að við séum að einfalda hlutina og tækla þá betur - þá held ég að við séum þá svolítið að smætta manneskjur og sjálfsmynd niður og það er kannski það sem við vildum gera með þessari ráðstefnu, taka þessa umræðu á annað plan og leyfa okkur að vera allt sem við erum,“ segir Freyja Haraldsdóttir, aktivisti. Grasrótarhátíðin Truflandi tilvist var haldin um helgina. Þar komu saman jaðarhópar á Íslandi til að deila reynslu sinni og sameinast í jafnréttisbaráttunni. Fjallað var um málið í 19:10 á Stöð 2 í gærkvöldi. Freyja er fötluð og hún er feministi. Hún segir flækjustigið verða annað þegar maður tilheyrir fleiri en einum jaðarhópi. Hún upplifir til dæmis að hún sé á jaðrinum hjá feministum og meðal fatlaðs fólks. Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan.Vísir/GVA Hið mannlega að viðurkenna hið mannlega í öðrum Aðalfyrirlesari hátíðarinnar, Lydia Brown, tilheyrir nokkrum jaðarhópum og segir að hið mannlega felist í að viðurkenna hið mannlega í öðrum. Brown er hán því hán lítur hvorki á sig sem mann eða konu, og er því kynsegin. Lydia er einhverft og fatlað, og eikynhneigt sem þýðir að hán verður ekki ástfangið út frá kyni eða kynhneigð. Lydia segir erfitt að vita hvaða jaðarhópi sem hán verður fyrir beinast gegn.„Stundum er ekki hægt að benda á að það sé einungis eitt af þessu. Ég veit ekki hverjir kunna að vera í þessum aðstæðum. Ég veit ekki hvort það er af völdum kynþáttar, aldurs, fötlunar eða kynímyndar. Kannski var það aðeins einn þessara þátta. Kannski allt þetta saman. Kannski var eitt þessara atriða meira áberandi en annað,“ segir Lydia. Sindri Sindrason ræddi við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur ,formann Samtaka um líkamsvirðingu, í þættinum í gær. Þarf ekki að stunda pólitíska rétthugsun „Hvaða lífsins klyfjar ber ég með mér? Hvaða áföllum hef ég lent í? Hver er jaðarstaða mín í samfélaginu? Hvaða forréttindastöðu er ég í þegar ég kem inn í þetta rými? Hvernig mótar það reynsluheim minn og vinnu. Ég get ekki þurrkað neitt af þessu út. Allt ekki. En hvernig get ég öðlast meðvitund um hver ég er og það sem ég hef fram að færa í þessu rými til að ég geti starfað á sem skilvirkastan hátt við það fólk sem ég leitast við að starfa með?“ segir Lydia. Því með því að virða mennsku allra virði ég einnig mennsku sjálfs mín. Það er ekki hægt að vinna í þágu félagslegs réttlætis ef við vitum ekki hver við erum. Lydia segir sjálfsvirðingu og umburðarlyndi gagnvart öðrum vera ævarandi verkefni. „Sumir vilja svara og segja: „Ertu að segja að við verðum að ganga um með gætni og stunda pólitíska rétthugsun?“ Ég er ekki að segja það. Það sem ég meina er að ef þér þykir vænt um fólk er þér umhugað að skaða það ekki. Viðfangsefni ráðstefnunnar var að skoða hvað hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk ef erlendum uppruna og feitt fólk eigi sameiginlegt og hvernig þessir jaðarhópar geti unnið saman. Einnig hvernig misrétti birtist þegar manneskja tilheyrir fleiri en einum jaðarsettum hópi. Innslagið í heild má sjá hér að ofan en að því loknu ræddi Sindri Sindrason við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formann Samtaka um líkamsvirðingu.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira