Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 83-96 | Haukar unnu grannaslaginn Anton Ingi Leifsson skrifar 3. desember 2017 21:45 Emil átti góðan leik í kvöld. vísir/ernir Haukar unnu grannaslaginn gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla í kvöld, en lokatölur urðu 96-83. Leikið var í Ásgarði og leiddu heimamenn í hálfleik 49-46. Með sigrinum komust Haukar fjórum stigum á undan Stjörnunni og halda áfram að klífa upp töfluna, en þeir rauðklæddu komnir í bullandi toppbaráttu og rúmlega það. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og það var eins og Haukarnir væru ekki á tánum alveg í byrjun. Þeir rönkuðu svo fljótlega við sér og fyrsti leikhlutinn var hraður, en nokkuð um mistök. Heimamenn voru svo fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-22. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu annan leikhluta af krafti og mikið meiri ákafi var í þeirra leik samanborið við fyrsta leikhlutann. Liðin skiptust á góðum köflum og einnig á forystunni, en þegar flautan gall og liðin gengu til búningsherbergja leiddu heimamenn, 49-46. Mikið skorað og mikið fjör. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Áfram héldu liðin áfram að skiptast á góðum köflum, en illa gekk hjá liðunum að halda einhverri forystu að ráði. Þegar einn leikhluti var eftir var munurinn þrjú stig Stjörnunni í vil, 66-63. Fjórði leikhlutinn var eign Hauka, sér í lagi þegar leið á. Kári Jónsson sem hafði haft nokkuð hægt um sig framan af leik sökkti Stjörnunni með stoðsendingum og góðum körfum. Þeir breyttu stöðunni úr 71-71 í 89-71 með frábærum kafla þar sem þeir náðu að taka öll vopn úr höndum Stjörnunnar. Stjarnan brotnaði og Haukarnir gengu á lagið. Lokatölur urðu að endingu 96-83, en þetta er risa sigur fyrir Haukana sem skilja Stjörnuna fjórum stigum á eftir sér og með innbyrðis viðureignir á þá.Afhverju unnu Haukar? Frábær fjórði leikhluti var það sem skildi á milli liðanna í dag. Stjarnan hafði leitt eftir fyrstu þrjá leikhluta, en mikil barátta og eljusemi í fjórða leikhluta skilaði sér í sigri Hauka. Þeir hertu varnarleikinn til muna með Emil í farabroddi, fengu Kára í sókninni og þar frameftir. Svekkjandi fyrir Stjörnuna að leiða fyrstu þrjá leikhlutina, en gefa eins mikið eftir og raun varð í fjórða leikhluta.Hverjir stóðu upp úr? Paul Anthony var í sérflokki á vellinum í dag. Hann átti afar góðan leik og var stigahæsti maður vallarins. Kári steig svo upp í fjórða leikhluta með glæsibrag, en margir Haukamenn voru að leggja hönd á plóg sem skilaði sér í glæstum sigri. Sherrod var stigahæstur Stjörnumanna, en hann hefði ef til vill mátt boltann ganga betur á tímapunkti í leiknum, í leit að betra skoti. Næstir komu Róbert, Tómas Þórður og Hlynur.Hvað gerist næst? Haukar fá næst ÍR-inga í heimsókn í stórleik umferðarinnar, en liðin eru að berjast á toppi deildarinnar. Stjarnan fer í Keflavík og mætir þar heimamönnum, en þeir unnu mikilvægan og góðan sigur í öðrum grannaslag i kvöld, gegn Njarðvík.Stjarnan-Haukar 83-96 (27-22, 22-24, 17-17, 17-33) Stjarnan: Sherrod Nigel Wright 18/10 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 17/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 13/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 1.Haukar: Paul Anthony Jones III 28/6 fráköst, Kári Jónsson 24/8 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Kristján Leifur Sverrisson 14/7 fráköst, Emil Barja 6/5 stolnir, Hjálmar Stefánsson 4, Breki Gylfason 3/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2.Kári átti góðan leik.vísir/ernirKári: Kannski var það fríið sem sat í okkur „Mér fannst við flatir og ekki nægilega góðir fyrstu þrjá leikhlutana, en náðum að skipta um gír í fjórða,” sagði Kári Jónsson, Haukamaður, við Vísi í leikslok. „Vörnin fór að kikka inn og náðum að minnka tapaða bolta og tókum fráköst. Þá fengum við fleiri auðveldar körfur í sókn og völlurinn opnaðist aðeins fyrir okkur.” „Ég er mjög ánægður með fjórða leikhlutann, en ekki með fyrstu þrjá. Við þurfum að skoða þá og bæta,” sagði landsliðsmaðurinn sem dró Hauka-vagninn í fjórða leikhlutanum. En hvað gerist hjá Haukunum, sér í lagi í fyrri hálfleik, þar sem liðið leit ekki eins vel út og í síðustu leikjum? „Við vorum kraftlausir. Kannski var það fríið sem sat aðeins í okkur, en við komum flatir út í leikinn. Sem betur fer náum við að skipta um gír í fjórða leikhlutanum og náum að sýna karakter. Ég er mjög sáttur með þetta.” Þessi sigur var enn einn sigurinn á tímabilinu þar sem Haukar sýna þessa miklu breidd sína sem þeir eru með. Kári var ánægður með það. „Kaninn hélt okkur inn í leiknum framan af og hann var virkilega góður. Það voru margir að setja í vörn og við þurfum það. Það var mjög gaman að sjá,” sagði þessi ungi og frábæri piltur að lokum.Hrafn ræðir við sína menn.vísir/ernirHrafn: Þegar við brotnum eru margir hlutir sem fara úrskeiðis „Við tökum ekkert af Haukunum. Þeir eru með frábæran mannskap og eru á góðum stað núna. Spila flottan bolta og til að taka þá þurfa margir hlutir að ganga upp,” voru fyrstu viðbrögð Hrafns Kristjánssonar, þjálfara Stjörnunnar, í leikslok. „Þegar við brotnum eru margir hlutir sem fara úrskeiðis, en ef ég ætti að týna eitthvað út þá misstum við niður sóknarflæðið í restina. Munurinn á töpuðum boltum milli liðanna tveggja skipta heilmiklu máli.” „Við vorum búnir að vinna ákveðið varnarverkefni allt í lagi framan af, en brotnuðum niður maður á móti manni og þá losnar um menn. Þá þarf að fara hjálpa og rótera.” „Í þriðja leikhluta þegar við vorum í ágætis stöðu til þess að ná góðum tökum á leiknum þá spiluðum við frábæra vörn, en Bandaríkjamaðurinn hitti þeira hverju skotinu á fætur öðru.” „Hann hitti ótrúlega erfiðum skotum og mikið hrós á hann og ef hann hefði ekki tekið þau skot þá held ég að við hefðum verið í þægilegri stöðu inn í fjórða leikhlutann.” Eins og Hrafn kemur inn á leiddi Stjarnan vel og það vantaði kannski herslumuninn til þess að slíta sig frá Haukunum; að taka aukaskref í burtu frá þeim og loka leiknum. „Stundum eru það hlutir sem detta með manni eða ekki. Við vorum ekki að gera neitt rangt þegar við vorum að ná þessari forystu í þriðja, en þeir hittu mjög erfiðum skotum.” „Þannig náðu þeir að hanga í okkur og síðan vorum við ekki nógu þéttir í restina þegar þeir tóku runnið, en kannski hefði þetta allt saman snúið öðruvísi ef við hefðum verið búnir að búa okkur til betri stöðu,” sagði Hrafn að lokum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan. Dominos-deild karla
Haukar unnu grannaslaginn gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla í kvöld, en lokatölur urðu 96-83. Leikið var í Ásgarði og leiddu heimamenn í hálfleik 49-46. Með sigrinum komust Haukar fjórum stigum á undan Stjörnunni og halda áfram að klífa upp töfluna, en þeir rauðklæddu komnir í bullandi toppbaráttu og rúmlega það. Stjarnan byrjaði af miklum krafti og það var eins og Haukarnir væru ekki á tánum alveg í byrjun. Þeir rönkuðu svo fljótlega við sér og fyrsti leikhlutinn var hraður, en nokkuð um mistök. Heimamenn voru svo fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 27-22. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu annan leikhluta af krafti og mikið meiri ákafi var í þeirra leik samanborið við fyrsta leikhlutann. Liðin skiptust á góðum köflum og einnig á forystunni, en þegar flautan gall og liðin gengu til búningsherbergja leiddu heimamenn, 49-46. Mikið skorað og mikið fjör. Síðari hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Áfram héldu liðin áfram að skiptast á góðum köflum, en illa gekk hjá liðunum að halda einhverri forystu að ráði. Þegar einn leikhluti var eftir var munurinn þrjú stig Stjörnunni í vil, 66-63. Fjórði leikhlutinn var eign Hauka, sér í lagi þegar leið á. Kári Jónsson sem hafði haft nokkuð hægt um sig framan af leik sökkti Stjörnunni með stoðsendingum og góðum körfum. Þeir breyttu stöðunni úr 71-71 í 89-71 með frábærum kafla þar sem þeir náðu að taka öll vopn úr höndum Stjörnunnar. Stjarnan brotnaði og Haukarnir gengu á lagið. Lokatölur urðu að endingu 96-83, en þetta er risa sigur fyrir Haukana sem skilja Stjörnuna fjórum stigum á eftir sér og með innbyrðis viðureignir á þá.Afhverju unnu Haukar? Frábær fjórði leikhluti var það sem skildi á milli liðanna í dag. Stjarnan hafði leitt eftir fyrstu þrjá leikhluta, en mikil barátta og eljusemi í fjórða leikhluta skilaði sér í sigri Hauka. Þeir hertu varnarleikinn til muna með Emil í farabroddi, fengu Kára í sókninni og þar frameftir. Svekkjandi fyrir Stjörnuna að leiða fyrstu þrjá leikhlutina, en gefa eins mikið eftir og raun varð í fjórða leikhluta.Hverjir stóðu upp úr? Paul Anthony var í sérflokki á vellinum í dag. Hann átti afar góðan leik og var stigahæsti maður vallarins. Kári steig svo upp í fjórða leikhluta með glæsibrag, en margir Haukamenn voru að leggja hönd á plóg sem skilaði sér í glæstum sigri. Sherrod var stigahæstur Stjörnumanna, en hann hefði ef til vill mátt boltann ganga betur á tímapunkti í leiknum, í leit að betra skoti. Næstir komu Róbert, Tómas Þórður og Hlynur.Hvað gerist næst? Haukar fá næst ÍR-inga í heimsókn í stórleik umferðarinnar, en liðin eru að berjast á toppi deildarinnar. Stjarnan fer í Keflavík og mætir þar heimamönnum, en þeir unnu mikilvægan og góðan sigur í öðrum grannaslag i kvöld, gegn Njarðvík.Stjarnan-Haukar 83-96 (27-22, 22-24, 17-17, 17-33) Stjarnan: Sherrod Nigel Wright 18/10 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 17/7 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 13/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 12/4 fráköst, Collin Anthony Pryor 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Bjarni Geir Gunnarsson 1.Haukar: Paul Anthony Jones III 28/6 fráköst, Kári Jónsson 24/8 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Kristján Leifur Sverrisson 14/7 fráköst, Emil Barja 6/5 stolnir, Hjálmar Stefánsson 4, Breki Gylfason 3/7 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2.Kári átti góðan leik.vísir/ernirKári: Kannski var það fríið sem sat í okkur „Mér fannst við flatir og ekki nægilega góðir fyrstu þrjá leikhlutana, en náðum að skipta um gír í fjórða,” sagði Kári Jónsson, Haukamaður, við Vísi í leikslok. „Vörnin fór að kikka inn og náðum að minnka tapaða bolta og tókum fráköst. Þá fengum við fleiri auðveldar körfur í sókn og völlurinn opnaðist aðeins fyrir okkur.” „Ég er mjög ánægður með fjórða leikhlutann, en ekki með fyrstu þrjá. Við þurfum að skoða þá og bæta,” sagði landsliðsmaðurinn sem dró Hauka-vagninn í fjórða leikhlutanum. En hvað gerist hjá Haukunum, sér í lagi í fyrri hálfleik, þar sem liðið leit ekki eins vel út og í síðustu leikjum? „Við vorum kraftlausir. Kannski var það fríið sem sat aðeins í okkur, en við komum flatir út í leikinn. Sem betur fer náum við að skipta um gír í fjórða leikhlutanum og náum að sýna karakter. Ég er mjög sáttur með þetta.” Þessi sigur var enn einn sigurinn á tímabilinu þar sem Haukar sýna þessa miklu breidd sína sem þeir eru með. Kári var ánægður með það. „Kaninn hélt okkur inn í leiknum framan af og hann var virkilega góður. Það voru margir að setja í vörn og við þurfum það. Það var mjög gaman að sjá,” sagði þessi ungi og frábæri piltur að lokum.Hrafn ræðir við sína menn.vísir/ernirHrafn: Þegar við brotnum eru margir hlutir sem fara úrskeiðis „Við tökum ekkert af Haukunum. Þeir eru með frábæran mannskap og eru á góðum stað núna. Spila flottan bolta og til að taka þá þurfa margir hlutir að ganga upp,” voru fyrstu viðbrögð Hrafns Kristjánssonar, þjálfara Stjörnunnar, í leikslok. „Þegar við brotnum eru margir hlutir sem fara úrskeiðis, en ef ég ætti að týna eitthvað út þá misstum við niður sóknarflæðið í restina. Munurinn á töpuðum boltum milli liðanna tveggja skipta heilmiklu máli.” „Við vorum búnir að vinna ákveðið varnarverkefni allt í lagi framan af, en brotnuðum niður maður á móti manni og þá losnar um menn. Þá þarf að fara hjálpa og rótera.” „Í þriðja leikhluta þegar við vorum í ágætis stöðu til þess að ná góðum tökum á leiknum þá spiluðum við frábæra vörn, en Bandaríkjamaðurinn hitti þeira hverju skotinu á fætur öðru.” „Hann hitti ótrúlega erfiðum skotum og mikið hrós á hann og ef hann hefði ekki tekið þau skot þá held ég að við hefðum verið í þægilegri stöðu inn í fjórða leikhlutann.” Eins og Hrafn kemur inn á leiddi Stjarnan vel og það vantaði kannski herslumuninn til þess að slíta sig frá Haukunum; að taka aukaskref í burtu frá þeim og loka leiknum. „Stundum eru það hlutir sem detta með manni eða ekki. Við vorum ekki að gera neitt rangt þegar við vorum að ná þessari forystu í þriðja, en þeir hittu mjög erfiðum skotum.” „Þannig náðu þeir að hanga í okkur og síðan vorum við ekki nógu þéttir í restina þegar þeir tóku runnið, en kannski hefði þetta allt saman snúið öðruvísi ef við hefðum verið búnir að búa okkur til betri stöðu,” sagði Hrafn að lokum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og tók myndirnar hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti