Fótbolti

Heimir: FH sýndi okkur hversu stutt er í þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/Eyþór
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hrósaði FH-ingum fyrir frammistöðuna í Evrópukeppninni en hann byrjaði fjölmiðlafund sinn í dag á að tala um leik FH í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

Heimir byrjaði fundinn sinn á því að óska FH til hamingju með frammistöðuna gegn Braga í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildinni.

FH tapaði 3-2 í Portúgal í gær og samanlagt 5-3. FH-ingar komust tvisvar yfir í leiknum í gær og voru nálægt því að komast í framlengingu.

„Þessi frammistaða sýnir okkur hversu stutt er þangað til að íslensk lið spili í riðlakeppni Evrópu,“ sagði Heimir. Hann benti jafnframt á vandmálið sem gæti fylgt því að komast í riðlakeppnina.

„Ég spyr jafnframt: Hvar á það lið að spila?,“ sagði Heimir en það gæti verið erfitt að spila heimaleiki hér á landi yfir háveturinn. Hann skaut því aðeins á ráðamenn.

„Metnaðurinn verður að koma ofan frá og niður en ekki neðan frá og upp,“ sagði Heimir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×