Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 12:50 Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag Vísir/Anton Brink Mikið lófatak tók á móti Yeonmi Park þegar hún steig í pontu í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Þar flutti hún erindi um ástandið í Norður-Kóreu og líf hennar eftir að henni tókst að sleppa þaðan. Hún hóf mál sitt á því að þakka fyrir móttökurnar sem Íslendingar höfðu veitt henni við komuna til landsins í gær. Hún hafi ekki alist upp við það í Norður-Kóreu að fólk væri svona almennilegt við sig. Hún sagðist jafnframt vona að Íslendingar létu ekki þar við sitja og tækju jafn vel á móti öðrum sem kæmu frá hinu einangraða ríki.Megum vera þakklát fyrir forsætisráðherrann Yeonmi Park segist í bók sinni, Með lífið að veði, vera þakklát fyrir tvennt; að hafa fæðst í Norður-Kóreu sem og að hafa sloppið frá Norður-Kóreu. Ástandinu þar sé erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafi fengið að upplifa sambærilegar aðstæður. Hún sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag, í stað guðlegu leiðtoganna sem farið hafa með völdin í landinu svo áratugum skiptir.Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningarnar í Hátíðasalnum í dag.Vísir/Anton Brink„Kimarnir þrír“ eins og hún kallaði þá Kim il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un, væru ósnertanlegir. Enginn gæti unnið þeim mein og orð þeirra væru lög. Þeir stýrðu ekki einungis stjórnsýslu landsins með harðri hendi heldur væri Norður-Kóreubúum talin trú um að þeir gætu lesið hugsanir og hefðu útsendara alls staðar. Því þótti Yeomni Park það mjög merkilegt að fólk á Vesturlöndum gæti leyft sér að grínast með hárgreiðslu Kim Jong-un, núverandi leiðtoga Norður-Kóreu og vísaði til gamanmyndarinnar The Interview sem frumsýnd var árið 2014.Hótel bara fyrir hunda! Hún sagði hungur og sult vera viðvarandi ástand hjá íbúum Norður-Kóreu og minntist æskuára sinna þegar rúmlega 300 þúsund manns létust í hungursneyð í landinu á 10 áratugnum. „Það eru jafn margir og allir íbúar Íslands,“ sagði Yeomni til að setja neyðina í samhengi fyrir viðstadda. Hún hafi þurft að berjast fyrir hverju hrísgrjóni. Því hafi hún ekki trúað því, eftir að hún slapp til Suður-Kóreu, að hundar þar í landi fengju stundum hrísgrjón að borða. „En svo sé ég að hér eru meira að segja hundahótel!“ sagði Yeomni og uppskar hlátur úr salnum. Þá þótti henni furðulegt að dýr væru sögð hafa réttindi í öðrum löndum. „Hvernig geta dýr haft réttindi þegar við sem manneskjur höfum varla réttindi?“ Hið viðvarandi hungur hefur orðið til þess að hver einasta matararða er nýtt til hins ítrasta í landinu. Engu er hent og því ekki nema von að hún hafi aldrei séð ruslatunnu meðan hún bjó enn í Norður-Kóreu.Skorin upp eftir þukl Yeomni Park lýsti því hversu vanbúnir spítalar eru í landinu, þau tól og tæki sem við þekkjum á venjulegum heilsugæslustöðvum væru af skornum skammti og að engar vélar væru í Norður-Kóreu sem aðstoðuðu við sjúkdómsgreiningar. Þannig hafi læknir einungis lagt hönd á maga hennar þegar hún var greind með botnlangabólgu. Hún hafi því verið skorin upp og botnlanginn fjarlægður eftir þukl en skurðaðgerðir eru ekkert grín í Norður-Kóreu. Fleiri deyi á sjúkrahúsum í landinu en veikindunum sem fékk þá til að leita þangað enda er víðtekin venja að sama sprautunálin sé notuð á marga. Yeomni Park varð klökk þegar hún minntist á samviskubitið sem innprentaði hafði verið í hana fyrir að flýja Norður-Kóreu og aðlagast vestrænu lífi. Henni þætti óþægilegt að hugsa til þess að móðir hennar hafi verið seld í þrældóm fyrir andvirði einnar máltíðar á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur.Fullur Hátíðasalur var af fólki þegar Yeonmi Park flutti erindi sitt fyrr í dag.Vísir/Anton BrinkFrelsið flókið Það hafi þó ekki verið málfrelsið eða „að geta flogið eins og fuglinn fljúgandi“ sem fékk hana til að flýja - það voru hversdagslegir hlutir eins og gallabuxur og að geta horft á kvikmyndir, eins og fyrrnefnda The Interview, án þess að eiga á hættu að vera skotin af vopnuðum útsendurum Kimana þriggja. Hún sagði frelsið þó vera flóknara en margir myndu halda. Þannig hafi henni þótt erfitt að svara einföldum spurningum eins og hver uppáhaldsliturinn hennar væri. „Í Norður-Kóreu er okkur sagt að uppáhaldsliturinn okkar sé rauður, litur byltingarinnar og verkalýðsins.“ Áður en hún lauk máli sínu hvatti hún Íslendinga til að leggja samtökum sem berjast fyrir mannréttindum í Norður-Kóreu lið. Það sé hægt með því einfaldri leit á Google, samtökin skipti þúsundum. Fyrirlestur Yeomni Park má sjá í spilaranum hér að neðan með því að spóla til baka. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Mikið lófatak tók á móti Yeonmi Park þegar hún steig í pontu í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Þar flutti hún erindi um ástandið í Norður-Kóreu og líf hennar eftir að henni tókst að sleppa þaðan. Hún hóf mál sitt á því að þakka fyrir móttökurnar sem Íslendingar höfðu veitt henni við komuna til landsins í gær. Hún hafi ekki alist upp við það í Norður-Kóreu að fólk væri svona almennilegt við sig. Hún sagðist jafnframt vona að Íslendingar létu ekki þar við sitja og tækju jafn vel á móti öðrum sem kæmu frá hinu einangraða ríki.Megum vera þakklát fyrir forsætisráðherrann Yeonmi Park segist í bók sinni, Með lífið að veði, vera þakklát fyrir tvennt; að hafa fæðst í Norður-Kóreu sem og að hafa sloppið frá Norður-Kóreu. Ástandinu þar sé erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafi fengið að upplifa sambærilegar aðstæður. Hún sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag, í stað guðlegu leiðtoganna sem farið hafa með völdin í landinu svo áratugum skiptir.Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningarnar í Hátíðasalnum í dag.Vísir/Anton Brink„Kimarnir þrír“ eins og hún kallaði þá Kim il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un, væru ósnertanlegir. Enginn gæti unnið þeim mein og orð þeirra væru lög. Þeir stýrðu ekki einungis stjórnsýslu landsins með harðri hendi heldur væri Norður-Kóreubúum talin trú um að þeir gætu lesið hugsanir og hefðu útsendara alls staðar. Því þótti Yeomni Park það mjög merkilegt að fólk á Vesturlöndum gæti leyft sér að grínast með hárgreiðslu Kim Jong-un, núverandi leiðtoga Norður-Kóreu og vísaði til gamanmyndarinnar The Interview sem frumsýnd var árið 2014.Hótel bara fyrir hunda! Hún sagði hungur og sult vera viðvarandi ástand hjá íbúum Norður-Kóreu og minntist æskuára sinna þegar rúmlega 300 þúsund manns létust í hungursneyð í landinu á 10 áratugnum. „Það eru jafn margir og allir íbúar Íslands,“ sagði Yeomni til að setja neyðina í samhengi fyrir viðstadda. Hún hafi þurft að berjast fyrir hverju hrísgrjóni. Því hafi hún ekki trúað því, eftir að hún slapp til Suður-Kóreu, að hundar þar í landi fengju stundum hrísgrjón að borða. „En svo sé ég að hér eru meira að segja hundahótel!“ sagði Yeomni og uppskar hlátur úr salnum. Þá þótti henni furðulegt að dýr væru sögð hafa réttindi í öðrum löndum. „Hvernig geta dýr haft réttindi þegar við sem manneskjur höfum varla réttindi?“ Hið viðvarandi hungur hefur orðið til þess að hver einasta matararða er nýtt til hins ítrasta í landinu. Engu er hent og því ekki nema von að hún hafi aldrei séð ruslatunnu meðan hún bjó enn í Norður-Kóreu.Skorin upp eftir þukl Yeomni Park lýsti því hversu vanbúnir spítalar eru í landinu, þau tól og tæki sem við þekkjum á venjulegum heilsugæslustöðvum væru af skornum skammti og að engar vélar væru í Norður-Kóreu sem aðstoðuðu við sjúkdómsgreiningar. Þannig hafi læknir einungis lagt hönd á maga hennar þegar hún var greind með botnlangabólgu. Hún hafi því verið skorin upp og botnlanginn fjarlægður eftir þukl en skurðaðgerðir eru ekkert grín í Norður-Kóreu. Fleiri deyi á sjúkrahúsum í landinu en veikindunum sem fékk þá til að leita þangað enda er víðtekin venja að sama sprautunálin sé notuð á marga. Yeomni Park varð klökk þegar hún minntist á samviskubitið sem innprentaði hafði verið í hana fyrir að flýja Norður-Kóreu og aðlagast vestrænu lífi. Henni þætti óþægilegt að hugsa til þess að móðir hennar hafi verið seld í þrældóm fyrir andvirði einnar máltíðar á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur.Fullur Hátíðasalur var af fólki þegar Yeonmi Park flutti erindi sitt fyrr í dag.Vísir/Anton BrinkFrelsið flókið Það hafi þó ekki verið málfrelsið eða „að geta flogið eins og fuglinn fljúgandi“ sem fékk hana til að flýja - það voru hversdagslegir hlutir eins og gallabuxur og að geta horft á kvikmyndir, eins og fyrrnefnda The Interview, án þess að eiga á hættu að vera skotin af vopnuðum útsendurum Kimana þriggja. Hún sagði frelsið þó vera flóknara en margir myndu halda. Þannig hafi henni þótt erfitt að svara einföldum spurningum eins og hver uppáhaldsliturinn hennar væri. „Í Norður-Kóreu er okkur sagt að uppáhaldsliturinn okkar sé rauður, litur byltingarinnar og verkalýðsins.“ Áður en hún lauk máli sínu hvatti hún Íslendinga til að leggja samtökum sem berjast fyrir mannréttindum í Norður-Kóreu lið. Það sé hægt með því einfaldri leit á Google, samtökin skipti þúsundum. Fyrirlestur Yeomni Park má sjá í spilaranum hér að neðan með því að spóla til baka.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira