Íslenskt Ali Dia-mál á Króknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2017 11:16 Stólarnir sitja í 7. sæti 2. deildar. mynd/facebook-síða tindastóls Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Lið Tindastóls í 2. deild karla í fótbolta var blekkt til að semja við leikmann rétt áður en félagaskiptaglugginn lokaði um síðustu mánaðarmót. Fótbolti.net greinir frá þessu sérkennilega máli í dag. Tindastóll samdi við leikmann að nafni Jonathan Ayotunde Olaleye en af myndböndunum sem Stólarnir fengu send að dæma virtist ýmislegt í hann spunnið. Fljótlega kom ljós að svo var ekki enda fengu Stólararnir send myndbönd af öðrum leikmanni en Jonathan. Þetta mál minnir óneitanlega á það þegar Southampton samdi við Senegalann Ali Dia árið 1996. Greame Souness, knattspyrnustjóri Dýrlinganna, fékk þá símtal frá manni sem þóttist vera George Weah og mælti með því að Southampton myndi semja við „frænda“ sinn. Souness grunaði ekki neitt og samdi við Dia. Hann lék einn leik fyrir Southampton þar sem það kom bersýnilega í ljós að maðurinn gat ekkert í fótbolta. Dia var svo leystur undan samningi við Southampton.Þurftu leikmenn eftir þjálfaraskipti Tindastóll skipti um þjálfara seinni partinn í júlí. Annar brottreknu þjálfaranna, Stephen Walmsley, var einnig leikmaður liðsins. Tindastóll missti tvo erlenda leikmenn til viðbótar. Stólarnir þurftu því að hafa hraðar hendur við að finna leikmenn áður en félagskiptaglugginn lokaði um mánaðarmótin. Tindastóll fékk þrjá nýja leikmenn fyrir lok félagskiptagluggans. Tveir þeirra hafa reynst liðinu vel en Jonathan reyndist ekki sá leikmaður sem Stólarnir töldu sig hafa fengið. „Við vorum með tölvupósta og myndbönd af fullt af leikmönnum og einn heillaði okkur meira og höfðum við samband við umboðsmann hans sem var búinn að senda okkur „profile“ af fleiri leikmönnum og trúðum því að hann væri 100%. Við heyrðum í leikmanninum í síma ásamt bréfaskrifum og lýsti hann sér sem þeim leikmanni sem stemmdi við videoið sem við vorum búnir að sjá. Þessi leikmaður var með írskt vegabréf en nafnið var afrískt,“ sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, í samtali við Fótbolta.net. „Hann kom síðan til landsins frá London tveimur dögum seinna og síðan þegar fyrsta æfing var búin sáu allir sem voru á þeirri æfingu að þetta var ekki leikmaður sem myndi styrkja liðið, veikja það ef eitthvað væri.“Ekki sami leikmaður og í myndbandinu Fljótlega komust Stólarnir að því að það var maðkur í mysunni. „Við fengum síðan vísbendingu frá góðum manni að mögulega væri þessi leikmaður ekki sá sem hann segðist vera á myndbandinu. Fengum við sent myndband af öðrum leikmanni og í því voru sömu klippurnar og við höfðum séð hjá þeim sem við fengum til okkar. Við höfðum samband við þann leikmann og fengum við sönnur á það að það væri „rétti“ leikmaðurinn,“ sagði Stefán Arnar. „Þá kom líka í ljós að leikmaðurinn sem við höfðum fengið hafði tekið út ákveðna grafík úr upprunalega myndbandinu sem villti enn frekar fyrir okkur. Um leið og þetta svindl og persónuþjófnaður var uppgötvaður var maðurinn sendur heim með næstu vél.“ Að sögn Stefáns Arnars segist umboðsmaður Jonathans vera alsaklaus. Stólarnir séu hins vegar reynslunni ríkari eftir þetta mál. Umræddur Jonathan spilaði aðeins einn leik fyrir Tindastól. Hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu í 6-1 sigri á Hetti á laugardaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira