Núna kann ég næstum því að tala færeysku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 21:00 Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku." Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku."
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34