Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 11:15 Einbeitingin leyndi sér ekki úr andliti forsetans þegar hann beið eftir skoti á markið. Mynd/Forsetaskrifstofan. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar. Guðni stóðst ekki mátið þegar hann sá krakkana á gervigrasvellinum við skólann og brá sér í markið. Nemendur sýndu einnig dansatriði og sungu. Við það tækifæri tók forseti einnig við flöskuskeyti sem Ævar vísindamaður sendi út í heim frá Íslandi og íslensk fjölskylda fann í Húsavík í Færeyjum eftir að það hafði ferðast 18.000 kílómetra leið, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu forseta Íslands.Forsetinn fær hrós frá færeyskum krökkum. Hann virðist hafa staðið sig vel.Mynd/Forsetaskrifstofan.Forsetahjónin hófu gærdaginn á því að sækja stutta bókmenntadagskrá í húsi Williams Heinesens í Þórshöfn og hittu þar nokkra rithöfunda. Þá var haldið í ráðhús bæjarins og rætt við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Forsetinn kynnti sér Orkuveitu Þórshafnar og nágrennis, skoðaði vindmyllugarð og fræddist um metnaðarfullar áætlanir Færeyinga á sviði grænnar orku. Markmið þeirra er að nýta ekki annað en sjálfbæra orku á þurru landi árið 2030.Við vindmyllugarð í Færeyjum með ráðamönnum orkuveitu Þórshafnar og nágrennis.Mynd/Forsetaskrifstofan.Í hádeginu sat forseti ásamt fylgdarliði hádegisverð í boði bæjarstjórnar Þórshafnar og heimsótti í kjölfarið stjórnarráðið á Þinganesi og Lögþingið þar skammt frá svo og Ræðisskrifstofu Íslands. Í gærkvöldi kvöld bauð lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands og frú Elizu Reid. Hér má lesa ávarp forsetans. Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. Forsetahjónin heimsóttu þá Argjahamarsskóla, sem er nýjasti og glæsilegasti skóli Þórshafnar. Guðni stóðst ekki mátið þegar hann sá krakkana á gervigrasvellinum við skólann og brá sér í markið. Nemendur sýndu einnig dansatriði og sungu. Við það tækifæri tók forseti einnig við flöskuskeyti sem Ævar vísindamaður sendi út í heim frá Íslandi og íslensk fjölskylda fann í Húsavík í Færeyjum eftir að það hafði ferðast 18.000 kílómetra leið, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu forseta Íslands.Forsetinn fær hrós frá færeyskum krökkum. Hann virðist hafa staðið sig vel.Mynd/Forsetaskrifstofan.Forsetahjónin hófu gærdaginn á því að sækja stutta bókmenntadagskrá í húsi Williams Heinesens í Þórshöfn og hittu þar nokkra rithöfunda. Þá var haldið í ráðhús bæjarins og rætt við bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Forsetinn kynnti sér Orkuveitu Þórshafnar og nágrennis, skoðaði vindmyllugarð og fræddist um metnaðarfullar áætlanir Færeyinga á sviði grænnar orku. Markmið þeirra er að nýta ekki annað en sjálfbæra orku á þurru landi árið 2030.Við vindmyllugarð í Færeyjum með ráðamönnum orkuveitu Þórshafnar og nágrennis.Mynd/Forsetaskrifstofan.Í hádeginu sat forseti ásamt fylgdarliði hádegisverð í boði bæjarstjórnar Þórshafnar og heimsótti í kjölfarið stjórnarráðið á Þinganesi og Lögþingið þar skammt frá svo og Ræðisskrifstofu Íslands. Í gærkvöldi kvöld bauð lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, til hátíðarkvöldverðar til heiðurs forseta Íslands og frú Elizu Reid. Hér má lesa ávarp forsetans.
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34