Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Donald Trump tjáði sig hvorki um meint afskipti af störfum FBI né fundinn með Rússum er hann sótti útskriftarathöfn skóla landhelgisgæslu Bandaríkjanna í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki verið jafn óvinsæll frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak, frá leynilegum upplýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfirmann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stangast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubúin til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfarandi á fundinum: „Ég fæ svo stórkostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frásögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúadeildar þingsins, í viðtali á CNN í gær.Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúadeildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðningsmenn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Repúblikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn forseta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildarþingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblikönum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira