Koma þurfi böndum á Skutlara sem veki óhug mæðra eftir Birnumálið Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2017 10:00 Ástgeir Þorsteinsson, formaður Frama, í pontu á málþingi leigubílstjóra um ólöglegan akstur á Grand hótel í gær. Vísir/GVA Samgönguráðherra ætlar að hvetja dómsmálaráðherra til að fá lögregluna til að gefa Skutlara-grúppunni á Facebook sérstakan gaum. Þetta kom fram á málþingi leigubílstjóra sem var haldið á Hótel Grand í Reykjavík gær. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, sagði að boðað hefði verið til málþingsins meðal annars vegna dræmra undirtekta eftirlitsaðila, það er lögreglunnar, á ólöglegum akstri farþega gegn gjaldi. Ástgeir lýsti því hvernig Bifreiðastjórafélagið Frami óskaði eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún gerði ráðstafanir til að stöðva akstur einstaklinga sem auglýstu hann á Facebook-hópi undir nafninu Skutlara, en í dag eru 34 þúsund manns í þessum hópi. Það var í byrjun árs 2014 sem félagið fór fram á þetta við lögreglu. Óskin var ítrekuð nokkrum sinnum að sögn Ástgeirs en ekkert svar barst frá lögreglunni fyrr en 21. ágúst sama ár. Var svarið á þá leið að rannsókn málsins hefði verið hætt og hægt væri að bera þá ákvörðun undir embætti ríkissaksóknara. Var málið kært til ríkissaksóknara en tveimur og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist enn frá embættinu.Það er enginn vilji til þess af hálfu lögreglunnar að stöðva Skutlara, sagði Ástgeir.Vísir/GVASagði mæður hafa haft miklar áhyggjur af ólöglegum akstri í kringum Birnu-málið Ástgeir sagði á fundinum að á Skutlara-síðunni væri ekki aðeins auglýstur akstur með fólki því einnig væri boðið upp á ýmsan varning eins og áfengi og eiturlyf. Ástgeir rifjaði upp hvarf Birnu Brjánsdóttur og sagði að leigubílstjórar hefðu orðið varir við þá miklu umræðu sem skapaðist á meðal Íslendinga um það mál. Fengu þeir að heyra sérstaklega mikið um það frá farþegum sínum. „Sérstaklega voru það mæður sem eiga unglinga sem ræddu þessi mál við okkur og höfðu miklar áhyggjur af þessum ólöglega akstri. Flestar þeirra voru þegar búnar að ræða við sína unglinga um að nota ekki þessa Skutlara, en alltaf kom sama spurningin upp frá farþeganum: Af hverju er ekki hægt að stöðva þennan akstur, er ekki hægt að fá lögregluna til þess? Við leigubifreiðastjórar vitum svarið, það er enginn vilji til þess af hálfu lögreglunnar að stöðva þennan akstur. Til þess að útskýra þetta betur má benda á það að lögreglan fékkst ekki til að koma og taka þátt í þessu málþingi þrátt fyrir margítrekaðar óskir okkar þar um,“ sagði Ástgeir.Lítið vitað um Skutlarana Hann sagði lítið vitað um þá einstaklinga sem gera út á Skutlara-grúppunni á Facebook. Vildi hann meina að erfitt væri að vita hvort þeir væru allir með ökuréttindi, hvort þeir væru alsgáðir við aksturinn, hvort þeir séu á ótryggðum bifreiðum, hvort þeir séu á sakaskrá og hvort þeir séu að fjármagna vímuefnakaup með þessum akstri. Ástgeir nefndi einnig skatta og gjöld en hann taldi nokkuð víst að margir sem geri út á Skutlara-grúppunni gefi ekki þessar tekjur upp til skatts. Hann sagði að á Norðurlöndunum hafi skattayfirvöld beitt sér gegn einstaklingum sem stundi ólöglegan akstur með farþega gegn gjaldi.Ökuferð með ölvuðum Skutlara endaði með bílveltu Ástgeir tók dæmi af ungri stúlku sem á að hafa tekið sér far með „Skutlara“ en ökuferðin endaði með því að bíllinn valt. Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að bílstjórinn var undir áhrifum og til að fá bætur frá tryggingafélagi þurfti stúlkan að fara í málaferli. „Tryggingafélagið taldi svo að stúlkan hefði farið sjálfviljug upp í bílinn vitandi um ástand ökumannsins. Sem betur fer þá vannst málið og stúlkan fékk bætur. Svona atvik gæti komið upp hvenær sem er og ber að reyna að sjá til þess að svona atvik gerist ekki aftur,“ sagði Ástgeir.Frá málþinginu á Grand Hótel í gær.Vísir/GVA„Við leigubílstjórar eigum einnig börn“ Hann sagði marga eflaust fá það út að leigubílstjórar séu á móti Skutlara-grúppunni til að tryggja sér meiri vinnu, það sé hins vegar ekki svo. „Við höfum eins og aðrir áhyggjur af þessum akstri. Við leigubifreiðastjórar eigum einnig börn og jafnvel barnabörn sem við viljum vita af í öruggum höndum,“ sagði Ástgeir. Hann nefndi að ungmenni haldi mörg hver að það sé ódýrara að nýta sér þjónustu Skutlara og að þau geri sér ekki grein fyrir að þjónusta leigubifreiðar séu í mörgum tilfellum ódýrari en þau átti sig á.Umsamin verð standist ekki og aðstoðarmenn rukki þau Ástgeir sagði dæmi um það að fólk semji um fast verð við Skutlara. „En því miður þá hafa komið þau atvik komið upp að þegar á áfangastað er komið þá er krafist hærri greiðslu en samið var um í upphafi. Yfirleitt er bílstjórinn ekki einn í bílnum heldur hefur aðstoðarmann með sér til að standa betur að vígi ef farþegar vilja ekki greiða það verð sem upp er sett. Ég hef sjálfur orðið vitni að svona framkomu þar sem farþeginn var einn og þurfti að fara í hraðbanka til að taka út fé. Hann tók út rúmlega það sem aksturinn átti að kosta en þegar hann var með féð í höndunum þá stökk aðstoðarmaðurinn út, tók peningana og farþeginn stóð eftir peningalaus þegar þeir óku í burtu. Í þessu tilviki borgaði hann margfalt það verð sem hann hefði þurft að borga fyrir akstur með leigubifreið,“ sagði Ástgeir.„Hver ekur barninu þínu í kvöld?“ Hann sagði leigubílstjóra horfa upp á allskonar ástand farþega, sérstaklega um helgarnætur. „Oft á tíðum þá koma unglingar sem eru illa á sig komnir til leigubifreiðastjóra og biðja um akstur en taka þá jafnframt fram að þau eigi engan pening en lofa að greiða eins fljótt og þau geta. Í mörgum tilfellum þá aka leigubifreiðastjórar þessum unglingum heim því þeir vilja ekki hugsa til þess að eitthvað illt komi fyrir þá. Þó ótrúlegt sé þá borga flestir þessara unglinga aksturinn yfirleitt mjög fljótt því flestir þeirra eru heiðarlegt og gott fólk sem betur fer,“ sagði Ástgeir sem lauk framsögu sinni á málþinginu með spurningunni: „Hver ekur barninu þínu í kvöld?“Jón Gunnarsson samgönguráðherra.VísirRáðherra deilir áhyggjum leigubílstjóra Aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra, Ólafur E. Jóhannsson, mætti á málþingi í fjarveru ráðherrans sem hafði ekki tök á að mæta vegna annarra skuldbindinga. Hann sagði ráðherra deila áhyggjum með leigubifreiðastjórum út af því að ólöglegur akstur aðila sem veita leigubílaþjónustu virðist nú færast í vöxt. Sagði hann fyllstu ástæðu til að taka í taumana. „Það er ljóst að þeir aðilar sem hér eru á ferð uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru til aksturs leigubifreiða, hafa ekki tilskilin leyfi og öryggismál eru væntanlega ófullnægjandi í þokkabót. Þið þekkið það best sjálfir að fólk sem nýtir sér þjónustu leigubíla – ekki síst um helgar – er stöku sinnum ekki alveg með sjálfu sér og því er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu sem þið gerið, séu vandanum vaxnir og traustsins verðir. Þeir aðilar sem gera út á ólöglega þjónustu við slíka aðila hafa ekki sömu skyldur og leigubílstjórar og það gengur auðvitað ekki að slík starfsemi sé liðin,“ sagði Ólafur. Hann sagði ekki síst fulla ástæðu til að bregðast við ef rétt er hermt að í skjóli þessarar starfsemi eigi sér stað önnur ólögleg starfsemi eins og fíkniefnasala og sprúttsala. „Það er augljóst að svona starfsemi utan ramma laganna er eitthvað sem lögreglan á og hlýtur að bregðast við. Af þessu tilefni hyggst ráðherra taka upp þetta mál við dómsmálaráðherra - sem lögreglan heyrir undir og hvetja hann til að fá lögregluna til að gefa þessari starfsemi sérstakan gaum,“ sagði Ólafur. Á málþinginu voru einnig til umræðu lög um leigubifreiðar og sagði Ólafur að mögulega mætti ýmislegt endurskoða í þeim. Hluti þeirrar vinnu hafi nú þegar farið fram.ESA með frumkvæðisathugun á íslenska leigubifreiðamarkaðinum Hann sagði frumvarp til laga um farþegaflutninga hafi verið lagt fram vorið 2015 sem innihélt talsvert breytt ákvæði um leigubifreiðaakstur. Fraumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga og hefur ekki verið hugað frekar að lagasetningu um efnið. Helstu breytingar sem lagðar voru til þá sneru að útgáfu atvinnuleyfis, nýtingu atvinnuleyfis, takmörkunarsvæðum, einkarétti leigubifreiðastjóra og hlutverk leigubifreiðastöðva. „Engar hafa verið teknar ákvarðanir um að ráðast í breytingar á leigubifreiðalöggjöfinni að svo stöddu. Hins vegar er ljóst að Alþingi mun líklegast samþykkja ákvæði inn í ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi þar sem gert er ráð fyrir að ferðaþjónustuaðilum sé - að ákveðnum skilyrðum uppfylltum - heimilt að aka farþegum gegn gjaldi með bifreiðum sem rúma færri en níu farþega. Slík breyting mun fela í sér takmörkun á núverandi einkarétti leigubifreiðastjóra,“ sagði Ólafur.ESA, hefur hafið frumkvæðisathugun á leigubifreiðamarkaðnum á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum.VísirHann sagði eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafa hafið frumkvæðisathugun á leigubifreiðamarkaðnum á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. „Miðað við afgreiðslu ESA í sambærilegum málum má telja líklegt að stofnunin muni gera einhverjar athugasemdir við lagalega umgjörð um leigubifreiðar hér á landi. Til að mynda um þau ákvæði sem fjalla um skyldu leigubifreiðastjóra til að hafa afgreiðslu á stöð, ákvæði um fjöldatakmarkanir á tilteknum takmörkunarsvæðum og ákvæði um forgangsreglur við úthlutun leyfa sem byggjast á starfsreynslu í greininni. Stjórnvöld hafa svarað beiðni ESA og veitt upplýsingar um lagaumgjörðina og framkvæmd hennar hér á landi. Nú er að bíða og sjá hvert framhaldið verður. – Mögulega mun niðurstaða ESA verða sú að gerð verði krafa um lagabreytingar hér á landi,“ sagði Ólafur.Margt breyst í nágrannaríkjunum Hann benti á að landslagið hefði breyst í nágrannaríkjunum. Í febrúar síðastliðnum gerði ESA athugasemdir varðandi leigubifreiðalöggjöf í Noregi. Þar voru gerðar athugasemdir við takmarkanir í fjölda atvinnuleyfa og reglur um úthlutun leyfa, sem meðal annars byggir á starfsreynslu og skyldu til að hafa afgreiðslu á stöð. „Í Danmörku eru miklar breytingar fyrirhugaðar á reglum um leigubifreiðaakstur. Þar er meðal annars til skoðunar að fella niður fjöldatakmarkanir, - að binda atvinnuleyfi við ákveðin svæði o.fl. (rekstur leigubifreiðastöðva, gjaldmæla) o.fl. Finnar eru einnig að huga að breytingum á sinni löggjöf, - meðal annars að fella niður takmarkanir á fjölda, að gera ekki kröfu um að leigubifreið sé í eigu leyfihafa og að binda ekki leyfi við ákveðin landfræðileg svæði,“ sagði Ólafur.Nefndi sjálfkeyrandi bíla og Über sem áskoranir á vettvangi leigubifreiða Hann sagði margar áskoarnir vera á vettvangi leigubifreiða og nefndi þar sem dæmi sjálfkeyrandi bifreiðar og innreið deilihagkerfisins með þjónustu, svo sem Über. „Sem kallar fram áskoranir fyrir suma, en myndar tækifæri fyrir aðra. Starfsemin eins og hún er hugsuð fellur illa að leigubifreiðalögunum eins og þau eru í dag. Rekstrarmódelið er erfitt – það er líka flókið að hafa eftirlit með skattgreiðslum o.fl. Ráðuneytið hefur ekki fara ofan í saumana á þessu til þessa, í ljósi þess að þetta hefur ekki verið talið rúmast innan laganna.“ Tengdar fréttir Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Skutlara-grúppan á Facebook sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. 16. maí 2017 22:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Samgönguráðherra ætlar að hvetja dómsmálaráðherra til að fá lögregluna til að gefa Skutlara-grúppunni á Facebook sérstakan gaum. Þetta kom fram á málþingi leigubílstjóra sem var haldið á Hótel Grand í Reykjavík gær. Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, sagði að boðað hefði verið til málþingsins meðal annars vegna dræmra undirtekta eftirlitsaðila, það er lögreglunnar, á ólöglegum akstri farþega gegn gjaldi. Ástgeir lýsti því hvernig Bifreiðastjórafélagið Frami óskaði eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún gerði ráðstafanir til að stöðva akstur einstaklinga sem auglýstu hann á Facebook-hópi undir nafninu Skutlara, en í dag eru 34 þúsund manns í þessum hópi. Það var í byrjun árs 2014 sem félagið fór fram á þetta við lögreglu. Óskin var ítrekuð nokkrum sinnum að sögn Ástgeirs en ekkert svar barst frá lögreglunni fyrr en 21. ágúst sama ár. Var svarið á þá leið að rannsókn málsins hefði verið hætt og hægt væri að bera þá ákvörðun undir embætti ríkissaksóknara. Var málið kært til ríkissaksóknara en tveimur og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist enn frá embættinu.Það er enginn vilji til þess af hálfu lögreglunnar að stöðva Skutlara, sagði Ástgeir.Vísir/GVASagði mæður hafa haft miklar áhyggjur af ólöglegum akstri í kringum Birnu-málið Ástgeir sagði á fundinum að á Skutlara-síðunni væri ekki aðeins auglýstur akstur með fólki því einnig væri boðið upp á ýmsan varning eins og áfengi og eiturlyf. Ástgeir rifjaði upp hvarf Birnu Brjánsdóttur og sagði að leigubílstjórar hefðu orðið varir við þá miklu umræðu sem skapaðist á meðal Íslendinga um það mál. Fengu þeir að heyra sérstaklega mikið um það frá farþegum sínum. „Sérstaklega voru það mæður sem eiga unglinga sem ræddu þessi mál við okkur og höfðu miklar áhyggjur af þessum ólöglega akstri. Flestar þeirra voru þegar búnar að ræða við sína unglinga um að nota ekki þessa Skutlara, en alltaf kom sama spurningin upp frá farþeganum: Af hverju er ekki hægt að stöðva þennan akstur, er ekki hægt að fá lögregluna til þess? Við leigubifreiðastjórar vitum svarið, það er enginn vilji til þess af hálfu lögreglunnar að stöðva þennan akstur. Til þess að útskýra þetta betur má benda á það að lögreglan fékkst ekki til að koma og taka þátt í þessu málþingi þrátt fyrir margítrekaðar óskir okkar þar um,“ sagði Ástgeir.Lítið vitað um Skutlarana Hann sagði lítið vitað um þá einstaklinga sem gera út á Skutlara-grúppunni á Facebook. Vildi hann meina að erfitt væri að vita hvort þeir væru allir með ökuréttindi, hvort þeir væru alsgáðir við aksturinn, hvort þeir séu á ótryggðum bifreiðum, hvort þeir séu á sakaskrá og hvort þeir séu að fjármagna vímuefnakaup með þessum akstri. Ástgeir nefndi einnig skatta og gjöld en hann taldi nokkuð víst að margir sem geri út á Skutlara-grúppunni gefi ekki þessar tekjur upp til skatts. Hann sagði að á Norðurlöndunum hafi skattayfirvöld beitt sér gegn einstaklingum sem stundi ólöglegan akstur með farþega gegn gjaldi.Ökuferð með ölvuðum Skutlara endaði með bílveltu Ástgeir tók dæmi af ungri stúlku sem á að hafa tekið sér far með „Skutlara“ en ökuferðin endaði með því að bíllinn valt. Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að bílstjórinn var undir áhrifum og til að fá bætur frá tryggingafélagi þurfti stúlkan að fara í málaferli. „Tryggingafélagið taldi svo að stúlkan hefði farið sjálfviljug upp í bílinn vitandi um ástand ökumannsins. Sem betur fer þá vannst málið og stúlkan fékk bætur. Svona atvik gæti komið upp hvenær sem er og ber að reyna að sjá til þess að svona atvik gerist ekki aftur,“ sagði Ástgeir.Frá málþinginu á Grand Hótel í gær.Vísir/GVA„Við leigubílstjórar eigum einnig börn“ Hann sagði marga eflaust fá það út að leigubílstjórar séu á móti Skutlara-grúppunni til að tryggja sér meiri vinnu, það sé hins vegar ekki svo. „Við höfum eins og aðrir áhyggjur af þessum akstri. Við leigubifreiðastjórar eigum einnig börn og jafnvel barnabörn sem við viljum vita af í öruggum höndum,“ sagði Ástgeir. Hann nefndi að ungmenni haldi mörg hver að það sé ódýrara að nýta sér þjónustu Skutlara og að þau geri sér ekki grein fyrir að þjónusta leigubifreiðar séu í mörgum tilfellum ódýrari en þau átti sig á.Umsamin verð standist ekki og aðstoðarmenn rukki þau Ástgeir sagði dæmi um það að fólk semji um fast verð við Skutlara. „En því miður þá hafa komið þau atvik komið upp að þegar á áfangastað er komið þá er krafist hærri greiðslu en samið var um í upphafi. Yfirleitt er bílstjórinn ekki einn í bílnum heldur hefur aðstoðarmann með sér til að standa betur að vígi ef farþegar vilja ekki greiða það verð sem upp er sett. Ég hef sjálfur orðið vitni að svona framkomu þar sem farþeginn var einn og þurfti að fara í hraðbanka til að taka út fé. Hann tók út rúmlega það sem aksturinn átti að kosta en þegar hann var með féð í höndunum þá stökk aðstoðarmaðurinn út, tók peningana og farþeginn stóð eftir peningalaus þegar þeir óku í burtu. Í þessu tilviki borgaði hann margfalt það verð sem hann hefði þurft að borga fyrir akstur með leigubifreið,“ sagði Ástgeir.„Hver ekur barninu þínu í kvöld?“ Hann sagði leigubílstjóra horfa upp á allskonar ástand farþega, sérstaklega um helgarnætur. „Oft á tíðum þá koma unglingar sem eru illa á sig komnir til leigubifreiðastjóra og biðja um akstur en taka þá jafnframt fram að þau eigi engan pening en lofa að greiða eins fljótt og þau geta. Í mörgum tilfellum þá aka leigubifreiðastjórar þessum unglingum heim því þeir vilja ekki hugsa til þess að eitthvað illt komi fyrir þá. Þó ótrúlegt sé þá borga flestir þessara unglinga aksturinn yfirleitt mjög fljótt því flestir þeirra eru heiðarlegt og gott fólk sem betur fer,“ sagði Ástgeir sem lauk framsögu sinni á málþinginu með spurningunni: „Hver ekur barninu þínu í kvöld?“Jón Gunnarsson samgönguráðherra.VísirRáðherra deilir áhyggjum leigubílstjóra Aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra, Ólafur E. Jóhannsson, mætti á málþingi í fjarveru ráðherrans sem hafði ekki tök á að mæta vegna annarra skuldbindinga. Hann sagði ráðherra deila áhyggjum með leigubifreiðastjórum út af því að ólöglegur akstur aðila sem veita leigubílaþjónustu virðist nú færast í vöxt. Sagði hann fyllstu ástæðu til að taka í taumana. „Það er ljóst að þeir aðilar sem hér eru á ferð uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru til aksturs leigubifreiða, hafa ekki tilskilin leyfi og öryggismál eru væntanlega ófullnægjandi í þokkabót. Þið þekkið það best sjálfir að fólk sem nýtir sér þjónustu leigubíla – ekki síst um helgar – er stöku sinnum ekki alveg með sjálfu sér og því er mikilvægt að þeir sem veita slíka þjónustu sem þið gerið, séu vandanum vaxnir og traustsins verðir. Þeir aðilar sem gera út á ólöglega þjónustu við slíka aðila hafa ekki sömu skyldur og leigubílstjórar og það gengur auðvitað ekki að slík starfsemi sé liðin,“ sagði Ólafur. Hann sagði ekki síst fulla ástæðu til að bregðast við ef rétt er hermt að í skjóli þessarar starfsemi eigi sér stað önnur ólögleg starfsemi eins og fíkniefnasala og sprúttsala. „Það er augljóst að svona starfsemi utan ramma laganna er eitthvað sem lögreglan á og hlýtur að bregðast við. Af þessu tilefni hyggst ráðherra taka upp þetta mál við dómsmálaráðherra - sem lögreglan heyrir undir og hvetja hann til að fá lögregluna til að gefa þessari starfsemi sérstakan gaum,“ sagði Ólafur. Á málþinginu voru einnig til umræðu lög um leigubifreiðar og sagði Ólafur að mögulega mætti ýmislegt endurskoða í þeim. Hluti þeirrar vinnu hafi nú þegar farið fram.ESA með frumkvæðisathugun á íslenska leigubifreiðamarkaðinum Hann sagði frumvarp til laga um farþegaflutninga hafi verið lagt fram vorið 2015 sem innihélt talsvert breytt ákvæði um leigubifreiðaakstur. Fraumvarpið náði hins vegar ekki fram að ganga og hefur ekki verið hugað frekar að lagasetningu um efnið. Helstu breytingar sem lagðar voru til þá sneru að útgáfu atvinnuleyfis, nýtingu atvinnuleyfis, takmörkunarsvæðum, einkarétti leigubifreiðastjóra og hlutverk leigubifreiðastöðva. „Engar hafa verið teknar ákvarðanir um að ráðast í breytingar á leigubifreiðalöggjöfinni að svo stöddu. Hins vegar er ljóst að Alþingi mun líklegast samþykkja ákvæði inn í ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi þar sem gert er ráð fyrir að ferðaþjónustuaðilum sé - að ákveðnum skilyrðum uppfylltum - heimilt að aka farþegum gegn gjaldi með bifreiðum sem rúma færri en níu farþega. Slík breyting mun fela í sér takmörkun á núverandi einkarétti leigubifreiðastjóra,“ sagði Ólafur.ESA, hefur hafið frumkvæðisathugun á leigubifreiðamarkaðnum á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum.VísirHann sagði eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hafa hafið frumkvæðisathugun á leigubifreiðamarkaðnum á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. „Miðað við afgreiðslu ESA í sambærilegum málum má telja líklegt að stofnunin muni gera einhverjar athugasemdir við lagalega umgjörð um leigubifreiðar hér á landi. Til að mynda um þau ákvæði sem fjalla um skyldu leigubifreiðastjóra til að hafa afgreiðslu á stöð, ákvæði um fjöldatakmarkanir á tilteknum takmörkunarsvæðum og ákvæði um forgangsreglur við úthlutun leyfa sem byggjast á starfsreynslu í greininni. Stjórnvöld hafa svarað beiðni ESA og veitt upplýsingar um lagaumgjörðina og framkvæmd hennar hér á landi. Nú er að bíða og sjá hvert framhaldið verður. – Mögulega mun niðurstaða ESA verða sú að gerð verði krafa um lagabreytingar hér á landi,“ sagði Ólafur.Margt breyst í nágrannaríkjunum Hann benti á að landslagið hefði breyst í nágrannaríkjunum. Í febrúar síðastliðnum gerði ESA athugasemdir varðandi leigubifreiðalöggjöf í Noregi. Þar voru gerðar athugasemdir við takmarkanir í fjölda atvinnuleyfa og reglur um úthlutun leyfa, sem meðal annars byggir á starfsreynslu og skyldu til að hafa afgreiðslu á stöð. „Í Danmörku eru miklar breytingar fyrirhugaðar á reglum um leigubifreiðaakstur. Þar er meðal annars til skoðunar að fella niður fjöldatakmarkanir, - að binda atvinnuleyfi við ákveðin svæði o.fl. (rekstur leigubifreiðastöðva, gjaldmæla) o.fl. Finnar eru einnig að huga að breytingum á sinni löggjöf, - meðal annars að fella niður takmarkanir á fjölda, að gera ekki kröfu um að leigubifreið sé í eigu leyfihafa og að binda ekki leyfi við ákveðin landfræðileg svæði,“ sagði Ólafur.Nefndi sjálfkeyrandi bíla og Über sem áskoranir á vettvangi leigubifreiða Hann sagði margar áskoarnir vera á vettvangi leigubifreiða og nefndi þar sem dæmi sjálfkeyrandi bifreiðar og innreið deilihagkerfisins með þjónustu, svo sem Über. „Sem kallar fram áskoranir fyrir suma, en myndar tækifæri fyrir aðra. Starfsemin eins og hún er hugsuð fellur illa að leigubifreiðalögunum eins og þau eru í dag. Rekstrarmódelið er erfitt – það er líka flókið að hafa eftirlit með skattgreiðslum o.fl. Ráðuneytið hefur ekki fara ofan í saumana á þessu til þessa, í ljósi þess að þetta hefur ekki verið talið rúmast innan laganna.“
Tengdar fréttir Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Skutlara-grúppan á Facebook sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. 16. maí 2017 22:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Skutlara-grúppan á Facebook sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. 16. maí 2017 22:31