Sofandi þingmenn Björn B. Björnsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn B. Björnsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þingmenn og ráðherrar eru kjörnir til að gæta hagsmuna almennings, en virðast ekki alltaf vera vakandi fyrir þessu hlutverki sínu. Mikil áform eru nú uppi um stóraukið fiskeldi við strendur Íslands. Ástæðan er að slíkur rekstur er mjög arðbær nú og framtíðarhorfur góðar. Fiskeldi byggist á notkun og nýtingu sameiginlegra auðlinda okkar, en þrátt fyrir það eru engin áform um að greinin borgi fyrir þessa notkun, greiði auðlindagjald. Fiskeldi í sjókvíum mengar umhverfi sitt. Úr kvíunum kemur skítur og fóður sem mengar og skemmir sjávarbotninn. Úr kvíunum leka líka lyf sem fiskunum eru gefin og veruleg hætta er á að laxar sem sleppa úr kvíunum mengi (og jafnvel útrými) villtum laxastofnum við Ísland. Þá verður mikil sjónmengun af kvíunum sem verða settar upp í mörgum fegurstu fjörðum landsins. Það er því eðlileg krafa að þeir sem ætla að fá leyfi til að hagnast með þessum hætti á sameiginlegum auðlindum okkar greiði fyrir þessi not. Þetta virðist hins vegar alveg hafa gleymst. Kannski vegna dugnaðar fyrirtækjanna við að koma ár sinni fyrir borð. Alla vega hafa þingmenn hér steinsofið á verðinum við að gæta hagsmuna þeirra sem eiga auðlindina sem til stendur að nýta og menga. Ríkisútvarpið skýrði nýlega frá því að í Noregi væru sveitarfélög í auknum mæli afhuga fiskeldi og vildu ekki meira af slíku. Ástæðuna segja sveitarfélögin vera þá að fiskeldið skili litlu til samfélagsins þrátt fyrir mikinn gróða fiskeldisfyrirtækjanna. Sveitarfélögin fái litlar beinar tekjur og sum þeirra mjög litlar afleiddar tekjur. Á Íslandi kostar rekstrar- og starfsleyfi til fiskeldis eina milljón króna. Í Noregi kostar slíkt leyfi 150 milljónir króna og þegar Norðmenn prófuðu að bjóða upp slík leyfi fyrir nokkrum árum fengust 840 milljónir fyrir dýrasta leyfið. Væri ekki ráð að þingmenn vöknuðu af sínum þunga svefni og gerðu hér bragarbót? Auðlindagjald af fiskeldi gæti að hluta runnið til viðkomandi sveitarfélaga og að hluta í auðlindasjóðinn sem á að tryggja okkur fyrir áföllum í framtíðinni. Ekki mun af veita.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar