Comey verður spurður hvort að Trump hafi skipt sér af Rússarannsókninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 23:30 Donald Trump og James Comey. vísir/getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira