Comey verður spurður hvort að Trump hafi skipt sér af Rússarannsókninni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júní 2017 23:30 Donald Trump og James Comey. vísir/getty James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, verður spurður af þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hvort að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi með einhverjum hætti reynt að hafa áhrif á rannsókn alríkislögreglunnar á samskiptum starfsteymis forsetans við rússneska ráðamenn. Reuters greinir frá. Comey mun mæta fyrir þingnefndina næstkomandi fimmtudag og svara spurningum nefndarmanna. Mark Warner, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni og fulltrúi í þingnefndinni sem fer með rannsókn málsins, segir að Comey verði spurður hispurslaust út í samskipti sín við forsetann á meðan hann var í starfi og hvort hann hafi skipt sér af rannsókninni. „Ég vil vita hversu margar samræður Comey átti við forsetann um þetta málefni.“ Þá segir Susan Collins, þingmaður repúblikana, að hún hlakki til að fá að heyra betur frá Comey um fullyrðingar Trump þess efnis að Comey hafi sagt honum þrisvar sinnum „að ekki væri verið að rannsaka hann.“„Tónninn í þessum samræðum, þau orð sem voru notuð og samhengið skiptir svo gífurlega miklu máli og það er það sem er enn ekki komið á hreint og kemst ekki á hreint fyrr en við tölum við þá sem eru viðriðnir málið.“ Comey var forstjóri alríkislögreglunnar allt þar til í síðasta mánuði þegar Trump rak hann en hann stýrði rannsókn á samskiptum starfsteymis Trump við Rússa. Alríkislögreglan greindi frá því í janúar síðastliðnum að hún væri fullviss um að Rússar hefðu haft áhrif á forsetakosningarnar þar í landi með tölvuárásum, Trump í vil og að hafin væri rannsókn á því hvort að einhver í starfsteymi Trump hefði átt í samskiptum við Rússa á þeim tíma. Brottrekstur Comey vakti því mikla athygli og benti minnisblað Comey sem New York Times greindi frá til þess að Trump hafi beðið Comey um að hætta að rannsaka Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa í ríkisstjórn Trump sem sagði af sér vegna samskipta sína við Rússa. Þær fregnir hafa vakið upp spurningar um stöðu forsetans og er yfirheyrslu þingnefndarinnar yfir Comey beðið með mikilli eftirvæntingu og vonast er til þess að nýjar upplýsingar muni koma í ljós um háttalag forsetans.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira