Starfsmannastjóri varaforsetans vill „hreinsun“ á andstæðingum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2017 23:34 Nick Ayers (t.v.) með Kellyanne Conway (f.m.) í Trump-turninum í desember. Vísir/AFP Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn. Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Hreinsa ætti burt þingmenn Repúblikanaflokksins sem fylkja sér ekki að baki Donald Trump forseta. Þetta sagði starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, við hóp auðugra bakhjarla flokksins. Hvatti hann þá til að vinna gegn andstæðingum forsetans.Bandaríska blaðið Politico greinir frá ummælum Nick Ayers, starfsmannastjóra varaforsetans. Þau lét hann falla á lokaðri samkomu á vegum landsnefndar Repúblikanaflokksins í morgun. Hótaði hann því að repúblikanar sem styðja ekki stefnumál Trump í þinginu verði „gjörsigraðir“ í þingkosningum á næsta ári. Lýsti hann ótta við að repúblikanar gætu beðið afhroð í kosningunum ef þeim miðar ekkert með stefnumál sín fyrir þær. „Ímyndið ykkur bara möguleikana á því hvað getur gerst ef allur flokkurinn sameinast að baki honum? Ef, og þetta kann að hljóma gróft, við getum hreinsað nokkra einstaklinga burt sem heldur áfram að vinna gegn honum,“ sagði Ayers.Koma ábyrgðinni á stefnumálunum yfir á þingiðHann sagðist þó ekki tala í nafni Pence eða Trump. Hvatti hann styrktaraðila flokksins til að hætta að láta fé af hendi rakna og hóta því að styrkja mótframbjóðendur ef þingmennirnir komi ekki málum í gegn fyrir tiltekinn tíma. Mikil togstreita hefur ríkt að undanförnum á milli Trump og leiðtoga repúblikana í þinginu, ekki síst í ljósi þess að þeim hefur mistekist að afnema sjúkratryggingalögin sem kennd eru við Barack Obama, fyrrverandi forseta. Pence hefur verið talinn hafa verið maður sátta í þeim slag. Politico segir að ummæli Ayers bendi til þess að menn í Hvíta húsinu séu orðnir langþreyttir á félögum sínum í þinginu. Þá sé það að reyna að koma ábyrgðinni á því að koma lykilstefnumálum í framkvæmd yfir á þingmenn.
Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira