Íslenski boltinn

Langflestir áhorfendur á heimaleikjum Þór/KA í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil.
Þór/KA vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Vísir/Þórir
Íslandsmeistara Þór/KA eru með yfirburðarstöðu á toppnum þegar þegar áhorfendatölur í Pepsí deild kvenna í sumar eru skoðaðar.

Þórsarar segja frá því á heimasíðu sinni að langflestir hafi séð heimaleiki meistaraliðs Þórs/KA á Þórsvelli af liðunum tíu sem skipuðu Pepsi deild kvenna í sumar.

Alls komu 5055 á níu heimaleiki Þór/KA-liðsins í sumar sem þýðir að 561 mættu að meðaltali á leik. Breiðablik sem varð í öðru sæti deildarinnar var með næstflesta áhorfendur eða alls 2772 sem gerir 346 að meðaltali.

Blikar hafa ekki tilkynnt áhorfendatölu úr leik á móti ÍBV frá 4. september og því eru þessar tölur hjá Blikum aðeins úr átta leikjum.

Síðan er langt í næstu lið en Valur er í þriðja sætinu með 191 og Fylkir í því fjórða með 190. Það lið sem hafði fæsta áhorfendur er Haukar en þar voru aðeins 80 áhorfendur að meðaltali.

Þórsarar segja einnig frá því að  1500 áhorfendur hafi mætt á leik Þórs/KA og FH í lokaumferðinni sem eru álíka margir og mættu í Kaplakrikann á heimaleiki FH (uppgefið 1565). Meðaltalið hjá FH var 173 á hvern leik.

Þórsarar leyfa sér líka að monta sig aðeins af uppskeru sumarsins sem er afar glæsileg.

Á öllu þessu sést að Meistaralið Þór/KA skaraði fram úr á mörgum sviðum í sumar. Hér er listinn úr fréttinni á heimasíðu Þórsara:

Íslandsmeistarar 2017

Íslands og bikarmeistarar í 2. flokki

Besta þjálfarateymið

Markadrottning mótsins

Besta leikmaður mótsins að mati leikmanna deildarinnar

Bestu stuðningsmennirnir

Fllestir áhorfendur

Flestir áhorfendur á einstakan leik

Bestu umgjörðin

Oftast í beinni í sjónvarpinu

Bestu styrktaraðilarnir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×