Guðjón Pétur: Grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Guðjón Pétur er hér í leik með Valsmönnum í sumar en hann kom að ansi mörgum mörkum liðsins í sumar. Vísir/Anton Brink Álftnesingurinn Guðjón Pétur Lýðsson átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Hann er búinn að vera lengi í bransanum og gengið í gegnum ýmislegt og fyrsti Íslandsmeistaratitill hans var því sætur. Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Guðjón Pétur því hann greindist með sáraristilbólgu fyrir nokkrum árum og því var tvísýnt með framhaldið í boltanum.Barátta í tvö ár „Er ég kom heim frá Svíþjóð þá greindist ég með þennan sjúkdóm. Það er smá vesen. Ég þurfti að berjast við það í um tvö ár og hef ekki fundið fyrir neinu síðan,“ segir Guðjón en þetta er bólga í yfirborðsslímhúð ristils sem veldur þar sárum og blæðingum. Sjúkdómurinn er langvarandi og kemur í köstum en þess á milli er sjúklingur einkennalaus. Köstin einkennast af blóðugum, slímkenndum niðurgangi með eða án magaverkja að því er fram kemur á doktor.is. „Það hefur verið hörð vinna hjá mér að komast aftur á sama stað og ég var í boltanum fyrir veikindin og það hefur tekist. Síðustu ár hafa verið mjög góð en þetta var ekki gaman. Það þurfti mikið til að komast í gegnum þetta. Ég þurfti mikla hjálp með mataræðið á þessum tíma og það gerði gæfumuninn.“Mataræðið gerði gæfumuninn Þetta er sami sjúkdómur og Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, var að glíma við en hann komst í gegnum það eins og Guðjón Pétur. „Þetta lýsir sér þannig að maður nær ekki að stýra eigin hægðum og það er erfitt að halda mat niðri. Þar af leiðandi verður mikill næringarskortur og orkuleysi. Ég held það geti ekki margir stundað íþróttir sem eru að glíma við þetta en mér tókst það. Ég samdi við Lukku í Happ og fékk mat á hverjum einasta degi. Ég borðaði hollt og vel. Það gerði meira fyrir mig en einhver lyf sem stöðvuðu þetta á sínum tíma en mataræðið var það sem skipti máli,“ segir miðjumaðurinn en íhugaði hann á einhverjum tímapunkti að hætta í fótbolta er veikindin voru hvað verst?Fór að huga að öðru „Ég var aldrei á því að hætta þó svo ég fengi það frá læknunum að ég ætti að fara að huga að öðrum hlutum. Ég gerði það reyndar og fór að undirbúa aðra hluti í lífinu en fótbolta. Ég fór að smíða og stofnaði tvö fasteignafélög. Fótboltinn á samt allan minn hug og þetta er í raun fyrsta sumarið eftir veikindin sem ég gerði ekkert annað en að spila fótbolta.“ Það er uppgangur hjá Guðjóni og Valsmönnum og hann er strax orðinn spenntur fyrir komandi tímabili á Hlíðarenda. „Vonandi gefum við í og fáum fleiri toppleikmenn og náum að gera betur í Evrópukeppni,“ segir Guðjón en var þetta hans besta tímabil í boltanum?Guðjón Pétur Lýðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Val.Vísir/EyþórEkki ánægður með val Pepsi-markanna„Nei. Ég hef átt mörg góð tímabil en held ég fái ekki alltaf athyglina því ég er svo mikið í stoðsendingunum og hjálparsendingunum sem leiða að marki. Ég vil meina að ég sé svolítill Iniesta. Það var ekki vitað að hann væri góður fyrr en hann var orðinn 28 ára. Markmiðið hefur alltaf verið að koma að í kringum 15-20 mörkum. Ég held ég hafi komið að 19 mörkum í sumar og kom að 21 marki hjá Blikum á sínum tíma þannig að ég hef átt nokkur góð tímabil. Ég held ég sé mjög vanmetinn og það er grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum en það er gott grín.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Álftnesingurinn Guðjón Pétur Lýðsson átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Vals í sumar. Hann er búinn að vera lengi í bransanum og gengið í gegnum ýmislegt og fyrsti Íslandsmeistaratitill hans var því sætur. Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir Guðjón Pétur því hann greindist með sáraristilbólgu fyrir nokkrum árum og því var tvísýnt með framhaldið í boltanum.Barátta í tvö ár „Er ég kom heim frá Svíþjóð þá greindist ég með þennan sjúkdóm. Það er smá vesen. Ég þurfti að berjast við það í um tvö ár og hef ekki fundið fyrir neinu síðan,“ segir Guðjón en þetta er bólga í yfirborðsslímhúð ristils sem veldur þar sárum og blæðingum. Sjúkdómurinn er langvarandi og kemur í köstum en þess á milli er sjúklingur einkennalaus. Köstin einkennast af blóðugum, slímkenndum niðurgangi með eða án magaverkja að því er fram kemur á doktor.is. „Það hefur verið hörð vinna hjá mér að komast aftur á sama stað og ég var í boltanum fyrir veikindin og það hefur tekist. Síðustu ár hafa verið mjög góð en þetta var ekki gaman. Það þurfti mikið til að komast í gegnum þetta. Ég þurfti mikla hjálp með mataræðið á þessum tíma og það gerði gæfumuninn.“Mataræðið gerði gæfumuninn Þetta er sami sjúkdómur og Darren Fletcher, fyrrverandi leikmaður Man. Utd, var að glíma við en hann komst í gegnum það eins og Guðjón Pétur. „Þetta lýsir sér þannig að maður nær ekki að stýra eigin hægðum og það er erfitt að halda mat niðri. Þar af leiðandi verður mikill næringarskortur og orkuleysi. Ég held það geti ekki margir stundað íþróttir sem eru að glíma við þetta en mér tókst það. Ég samdi við Lukku í Happ og fékk mat á hverjum einasta degi. Ég borðaði hollt og vel. Það gerði meira fyrir mig en einhver lyf sem stöðvuðu þetta á sínum tíma en mataræðið var það sem skipti máli,“ segir miðjumaðurinn en íhugaði hann á einhverjum tímapunkti að hætta í fótbolta er veikindin voru hvað verst?Fór að huga að öðru „Ég var aldrei á því að hætta þó svo ég fengi það frá læknunum að ég ætti að fara að huga að öðrum hlutum. Ég gerði það reyndar og fór að undirbúa aðra hluti í lífinu en fótbolta. Ég fór að smíða og stofnaði tvö fasteignafélög. Fótboltinn á samt allan minn hug og þetta er í raun fyrsta sumarið eftir veikindin sem ég gerði ekkert annað en að spila fótbolta.“ Það er uppgangur hjá Guðjóni og Valsmönnum og hann er strax orðinn spenntur fyrir komandi tímabili á Hlíðarenda. „Vonandi gefum við í og fáum fleiri toppleikmenn og náum að gera betur í Evrópukeppni,“ segir Guðjón en var þetta hans besta tímabil í boltanum?Guðjón Pétur Lýðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum með félögum sínum í Val.Vísir/EyþórEkki ánægður með val Pepsi-markanna„Nei. Ég hef átt mörg góð tímabil en held ég fái ekki alltaf athyglina því ég er svo mikið í stoðsendingunum og hjálparsendingunum sem leiða að marki. Ég vil meina að ég sé svolítill Iniesta. Það var ekki vitað að hann væri góður fyrr en hann var orðinn 28 ára. Markmiðið hefur alltaf verið að koma að í kringum 15-20 mörkum. Ég held ég hafi komið að 19 mörkum í sumar og kom að 21 marki hjá Blikum á sínum tíma þannig að ég hef átt nokkur góð tímabil. Ég held ég sé mjög vanmetinn og það er grín að ég sé ekki í liði ársins í Pepsi-mörkunum en það er gott grín.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira