Stórfelld líkamsárás gegn fyrrverandi kærasta: „Hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 15:19 Hæstiréttur. vísir/gva Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst. Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur úrskurðað konu í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. ágúst næstkomandi fyrir tilraun til manndráps eða stófellda líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa aðfararnótt mánudagsins 5. júní síðastliðinn í félagi við annan einstakling ráðist á fyrrverandi kærasta sinn á heimili hans og slegið hann með hafnaboltakylfu í höfuð og líkama og stungið hann í hægra brjóstið. Hlaut maðurinn skurð sem náði niður í mjúkvefi og var nærri slagæð vöðva sem sérfræðingur á slysa- og bráðadeild Landspítalaháskólasjúkrahúss telur að hefði getað leitt af sér lífshættulega blæðingu inn á lunga, hefði hnífurinn snert æðina. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að konan hafi hringt ítrekað í sinn fyrrverandi umrætt kvöld en sá ekki nennt að tala við hana. Var hann með þremur vinum sínum og einni konu sem hann lét svara í símann í eitt skipti. Kærastan fyrrverandi brást við með því að skella á og sendi skömmu síðar smáskilaboð í farsíma mannsins þar sem hún sagðist hlakka til að hitta þau. Skömmu síðar var bankað upp á og var konan þá mætt í félagi við annan mann. Höfðu þau klúta fyrir andlitum sínum og konan hélt á kylfu sem hún sló sinn fyrrverandi með.„Ég faldi dótið“ Vitni sem var að ganga eftir götunni umrædda nótt lýsti því í skýrslu hjá lögreglu að hún hafi heyrt einhvern segja „hún stakk hann, hún stakk hann.“ Hún hafi einnig heyrt konuna segja við samverka sinn „hvar er hnífurinn minn, hvar er kylfan mín“ en hann hafi svarað „ég faldi dótið.“Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu.vísir/eyþórKonan hefur viðurkennt að hafa farið ásamt vini sínum heim til mannsins og slegið hann með hafnaboltakylfu, en hún neitar að hafa stungið hann með hníf. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag og hún var handtekin kvaðst hún hafa farið heim til brotaþola til að skila lyfjum sem hún hafi fengið hjá honum. Hún hafi farið vopnuð hafnaboltakylfu og “teiser” þar sem kona sem hafi svarað í síma brotaþola hafi hótað henni í síma. Í skýrslutöku þann 26. júní sagðist konan hafa hringt í manninn til að skila honum lyfjum. Þegar önnur kona svaraði hafi hún fundið til mikillar reiði og afbrýðisemi. Hafi hún heyrt í félaga sínum með það að markmiði að fara og hræða sinn fyrrverandi og konuna. Félagi konunnar sem var með í för sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag hafa farið með konunni að heimili mannsins í því skyni að hræða hann. Hann segist hafa séð þau takast á fyrir utan húsið og kvaðst hann hafa heyrt karlmann hrópa „hnífur“ og hafi hann þá séð að konan hélt á hníf. Hann sagðist hafa losað hnífinn úr hendi hennar með því að slá hendinni utan í vegg en við það hafi hún misst hnífinn. Hann kvaðst þá hafa hent hnífnum og hafnaboltakylfunni út í garð við heimili brotaþola. Lögregla fann blóðugan hníf og kylfu við leit í garðinum sem talinn er tengjast málinu. Héraðsdomur Reykjavíkur hafði þann 4. ágúst síðastliðinn úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til 1. september næstkomandi. Hæstiréttur mildar niðurstöðuna úr héraði um þrjá daga, eða til 28. ágúst.
Tengdar fréttir Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Önnur kona svaraði í símann svo fyrrverandi náði í hafnaboltakylfu, setti klút yfir andlitið og mætti í heimsókn Kona hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til 4. ágúst grunuð um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. 12. júlí 2017 10:21