Fjörutíu prósent aukning á tilkynntum kynferðisbrotum í ár Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2017 18:47 Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina." Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Í skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrot árið 2016 kemur fram að á árinu bárust 8.648 tilkynningar um hegningarlagabrot en þeim fækkaði um tæplega sjö prósent milli ára. 51% brotanna voru auðgunarbrot og bárust að meðaltali tólf tilkynningar á hverjum degi. Flest þessarar brota eru þjófnaðarbrot en þau hafa ekki verið færri síðan árið 2007. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fækkun auðgunarbrota vera þekkta þegar uppgangur er í samfélaginu. 277 tilkynningar bárust um kynferðisbrot og þar af 45% vegna nauðgana. Flestar tilkynntar nauðganir urðu í miðbænum, eða 49 talsins. Í fyrra bárust um það bil tíu prósent fleiri tilkynningar um kynferðisbrot en að meðaltali árin 2009 til 2015. Grímur segir erfitt að átta sig á því af hverju tilkynningum fjölgar. „En öll umræða um kynferðisbrot leiðir til aukningar á tilkynningum," segir Grímur og bætir við að aukningin sé enn meiri í ár. „Það hefur orðið töluverð aukning á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við fyrstu níu mánuði í fyrra, eða fjörutíu prósent." Grímur segir þá miklu umræðu sem hefur verið í sumar geta útskýrt fjölgunina í ár en einnig að unnið sé að því með samstarfi ýmissa aðila í Bjarkahlíð að auðvelda aðgengi að lögreglu. „Þar geta allir þolendur ofbeldis komið og fengið ráðgjöf fagmanna, og við vonumst til að það geti orðið til þess að þeim sem fannst erfitt að leita til lögreglu, finni leiðina."
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira