Katrín komin með keflið Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2017 16:16 Forseti Íslands hefur falið Katrínu Jakobsdóttur það verkefni að mynda ríkisstjórn og hann er bjartsýnn á að það takist. visir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því að hún myndi ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkingu, Framsóknarflokk og Pírata, nú rétt í þessu. Það gerði hún eftir fund með forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum. Forsetinn ræddi við fréttamenn og sagði að hann hafi falið Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Þessar viðræður sem hafa staðið milli þessar flokka halda áfram undir hennar forystu og hún hefur stjórnarmyndunarumboð. „Nú er komin á sú skuldbinding að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri. festa kemst á viðræðurnar og þær eru háðar tímamörkum. Háð því hvernig viðræðurnar ganga. Einhugur um að þær muni ganga hratt og örugglega fyrir sig." Guðni sagði að samtök hans við Katrínu væri forsenda þessarar ákvörðunar. Þetta væru ekki verðlaun fyrir góðan árangur í kosningum. Né heldur að veita sjálfkrafa stærsta flokknum umboð. Heldur þeim sem líklegastur er til að geta myndað stjórn.Guðni bjartsýnn á að það takist að mynda stjórn Nefnt var á blaðamannafundinum að þetta væri tæpur meirihluti. Hefur forsetinn einhverja skoðun á því hvort slíkt er á vetur setjandi? Nei, var svar forsetans sem sagðist þá bjartsýnn á að af myndun ríkisstjórnar verði. Menn gera þetta ekki af einhverri léttúð. Og við gefum okkur að unnið verði að þessu af einurð og látið af þessu verða. Menn fara ekkert út í svona án þess að góður hugur fylgi máli. „Háð mati á aðstæðum hverju sinni. Strax eftir alþingiskosningar var staðan sú að enginn augljós kostur var í boði. Að mínu mati lá beint við að gefa kostunum ráðrúm til að tala saman áður en að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum yrði.“ Katrín tók þá til máls og sagðist leggja áherslu á að þessi stjórn taki á stóru línunum, heilbrigðis, mennta og samgöngumálum. „Stór mál sem eru að skapa sátt á vinnumarkaði. Ég legg áherslu á loftslagsmál og jafnréttismál. Verði hún til, sem ég vona, legg ég áherslu á að hún leggi sig fram um að skapa aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á þingi." Hún er bjartsýn við stjórnarmyndun en sagði að kálið væri ekki sopið þó í ausuna væri komið.Stjórnaandstaðan sem var Þetta eru stjórnarandstaðan eins og hún var á síðasta þingi. Fram hefur komið að sá möguleiki var viðraður að reynt yrði að mynda stjórn breiðfylkingar, sex flokka, áðurnefndra auk Viðreisnar og Flokks mannsins. Það myndi þýða að Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur væru tveir flokkar í stjórnarandstöðu. Sá möguleiki var hins vegar slegin út af borðinu, í bili í það minnsta kosti, því nú hefur komið á daginn að Katrín vill fyrst láta á það reyna hvort grundvöllur er fyrir þessari fjögurra flokka ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn myndi hafa afar tæpan meirihluta á þingi, eða aðeins einn.Varla einhugur Ábending Pawels Bartoszek á Facebook nú síðdegis, hefur vakið nokkra athygli en hann þar segir hann að umræddir flokkar fjórir hafi 32 þingmenn hafa 95.874 atkvæði að baki. Hinir flokkarnir 97.502 en 31 þingmann. Hann sjálfur segist ekki gera athugasemd við það en hann vekur athygli á afstöðu Björns Levís Gunnarssonar þingamanns Pírata til þessarar stöðu. Pawel vill reyndar meina að Björn Leví hafi haft þetta á heilanum. „Ég spurði hann einu sinni: „Er [þingmaðurinn] einlægur í þessari skoðun sinni? Ef hann myndi einhvern tímann lenda í því að vera í meiri hluta sem ekki hefði meiri hluta kjósenda á bak við sig, myndi hann biðja um að atkvæðagreiðslan yrði endurtekin og víxla á atkvæði sínu til að „raunverulegur“ meiri hluti næði fram að ganga?" Svar hans: „Ég þakka tækifærið til að ræða þetta og einfalda svarið er: Já. Svo einfalt, það er ekki flóknara en það. Ég myndi ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meiri hluti kjósenda á bak við þann stjórnarmeirihluta.“ Því er þetta nefnt að ljóst má heita að Píratar í það minnsta hugsi vegna tæps meirihluta á þingi. Þá hefur Baldur Þórhallsson prófessor bent á að rauður þráður í málflutningi Katrínar til þessa hafi verið að hún vilji helst ekki setjast í ríkisstjórn nema hún sé sterk. Eitthvað hefur breyst í því.Hvað er annað í kortunum? Takist Katrínu ekki að mynda þessa stjórn sem lagt er upp með nú má gera ráð fyrir því að Guðni forseti kalli Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund með það fyrir augum að hann myndi stjórn sem byggi á starfhæfum meirihluta. Það sem menn sjá helstan möguleika í þeim efnum er stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Víst er að margir myndu fagna slíkri stjórn. Það sem helst gæti staðið í vegi fyrir myndun slíkrar stjórnar er sú staðreynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klauf sig frá Framsóknarflokknum og hugsa ýmsir honum þegjandi þörfina. Gera má því skóna að einhverjir hafi greitt Framsóknarflokknum atkvæði sitt vegna þess að hann yfirgaf flokkinn, svo umdeildur sem hann er. Viðtal við föður hans Gunnlaug Sigmundsson eftir kosningar vakti athygli, meðal annarra Eyglóar Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, gremja hennar í garð þeirra feðga fer ekki á milli mála. „Svo krúttlegt. Innihald viðtalsins virðist einhvern veginn vera: Þið eruð ömurleg, vitlaus og ekkert án okkar en komið endilega í stjórn með okkur. Hvernig geta menn sagt nei við svona tilboði?“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07 Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, greindi frá því að hún myndi ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkingu, Framsóknarflokk og Pírata, nú rétt í þessu. Það gerði hún eftir fund með forseta Íslands Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum. Forsetinn ræddi við fréttamenn og sagði að hann hafi falið Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Þessar viðræður sem hafa staðið milli þessar flokka halda áfram undir hennar forystu og hún hefur stjórnarmyndunarumboð. „Nú er komin á sú skuldbinding að vinna að tiltekinni stjórnarmyndun og ekki annarri. festa kemst á viðræðurnar og þær eru háðar tímamörkum. Háð því hvernig viðræðurnar ganga. Einhugur um að þær muni ganga hratt og örugglega fyrir sig." Guðni sagði að samtök hans við Katrínu væri forsenda þessarar ákvörðunar. Þetta væru ekki verðlaun fyrir góðan árangur í kosningum. Né heldur að veita sjálfkrafa stærsta flokknum umboð. Heldur þeim sem líklegastur er til að geta myndað stjórn.Guðni bjartsýnn á að það takist að mynda stjórn Nefnt var á blaðamannafundinum að þetta væri tæpur meirihluti. Hefur forsetinn einhverja skoðun á því hvort slíkt er á vetur setjandi? Nei, var svar forsetans sem sagðist þá bjartsýnn á að af myndun ríkisstjórnar verði. Menn gera þetta ekki af einhverri léttúð. Og við gefum okkur að unnið verði að þessu af einurð og látið af þessu verða. Menn fara ekkert út í svona án þess að góður hugur fylgi máli. „Háð mati á aðstæðum hverju sinni. Strax eftir alþingiskosningar var staðan sú að enginn augljós kostur var í boði. Að mínu mati lá beint við að gefa kostunum ráðrúm til að tala saman áður en að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum yrði.“ Katrín tók þá til máls og sagðist leggja áherslu á að þessi stjórn taki á stóru línunum, heilbrigðis, mennta og samgöngumálum. „Stór mál sem eru að skapa sátt á vinnumarkaði. Ég legg áherslu á loftslagsmál og jafnréttismál. Verði hún til, sem ég vona, legg ég áherslu á að hún leggi sig fram um að skapa aukna samstöðu um mál og breytt vinnubrögð á þingi." Hún er bjartsýn við stjórnarmyndun en sagði að kálið væri ekki sopið þó í ausuna væri komið.Stjórnaandstaðan sem var Þetta eru stjórnarandstaðan eins og hún var á síðasta þingi. Fram hefur komið að sá möguleiki var viðraður að reynt yrði að mynda stjórn breiðfylkingar, sex flokka, áðurnefndra auk Viðreisnar og Flokks mannsins. Það myndi þýða að Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur væru tveir flokkar í stjórnarandstöðu. Sá möguleiki var hins vegar slegin út af borðinu, í bili í það minnsta kosti, því nú hefur komið á daginn að Katrín vill fyrst láta á það reyna hvort grundvöllur er fyrir þessari fjögurra flokka ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn myndi hafa afar tæpan meirihluta á þingi, eða aðeins einn.Varla einhugur Ábending Pawels Bartoszek á Facebook nú síðdegis, hefur vakið nokkra athygli en hann þar segir hann að umræddir flokkar fjórir hafi 32 þingmenn hafa 95.874 atkvæði að baki. Hinir flokkarnir 97.502 en 31 þingmann. Hann sjálfur segist ekki gera athugasemd við það en hann vekur athygli á afstöðu Björns Levís Gunnarssonar þingamanns Pírata til þessarar stöðu. Pawel vill reyndar meina að Björn Leví hafi haft þetta á heilanum. „Ég spurði hann einu sinni: „Er [þingmaðurinn] einlægur í þessari skoðun sinni? Ef hann myndi einhvern tímann lenda í því að vera í meiri hluta sem ekki hefði meiri hluta kjósenda á bak við sig, myndi hann biðja um að atkvæðagreiðslan yrði endurtekin og víxla á atkvæði sínu til að „raunverulegur“ meiri hluti næði fram að ganga?" Svar hans: „Ég þakka tækifærið til að ræða þetta og einfalda svarið er: Já. Svo einfalt, það er ekki flóknara en það. Ég myndi ekki vilja vera í stjórn þar sem ekki væri meiri hluti kjósenda á bak við þann stjórnarmeirihluta.“ Því er þetta nefnt að ljóst má heita að Píratar í það minnsta hugsi vegna tæps meirihluta á þingi. Þá hefur Baldur Þórhallsson prófessor bent á að rauður þráður í málflutningi Katrínar til þessa hafi verið að hún vilji helst ekki setjast í ríkisstjórn nema hún sé sterk. Eitthvað hefur breyst í því.Hvað er annað í kortunum? Takist Katrínu ekki að mynda þessa stjórn sem lagt er upp með nú má gera ráð fyrir því að Guðni forseti kalli Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund með það fyrir augum að hann myndi stjórn sem byggi á starfhæfum meirihluta. Það sem menn sjá helstan möguleika í þeim efnum er stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Víst er að margir myndu fagna slíkri stjórn. Það sem helst gæti staðið í vegi fyrir myndun slíkrar stjórnar er sú staðreynd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, klauf sig frá Framsóknarflokknum og hugsa ýmsir honum þegjandi þörfina. Gera má því skóna að einhverjir hafi greitt Framsóknarflokknum atkvæði sitt vegna þess að hann yfirgaf flokkinn, svo umdeildur sem hann er. Viðtal við föður hans Gunnlaug Sigmundsson eftir kosningar vakti athygli, meðal annarra Eyglóar Harðardóttur, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, gremja hennar í garð þeirra feðga fer ekki á milli mála. „Svo krúttlegt. Innihald viðtalsins virðist einhvern veginn vera: Þið eruð ömurleg, vitlaus og ekkert án okkar en komið endilega í stjórn með okkur. Hvernig geta menn sagt nei við svona tilboði?“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00 Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07 Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Sigurður Ingi Jóhannsson átti frumkvæði að samtali þeirra Sigmundar Davíðs í gær. Ekki er ljóst hvort samtal þeirra hefur áhrif á yfirstandandi viðræður á vinstri vængnum. Úrslitastund vinstri flokkanna rennur upp í dag. Stjórnarskráin er á dagskrá viðræðnana en Evrópusambandið ekki. 2. nóvember 2017 06:00
Katrín óskar eftir umboði forseta Íslands Formaður VG mun funda með forseta Íslands klukkan 16. 2. nóvember 2017 13:07
Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata kemur saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 2. nóvember 2017 11:59