True North framleiðir sjónvarpsseríu um raðmorðingja í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 10:53 Margrét Örnólfsdóttir og Óttar Norðfjörð skrifa handritið að Valhalla Murders sem fjallar um raðmorðingja í Reykjavík. Vísir/Anton Katheryn Winnick, úr sjónvarpsþáttunum Vikings, mun leika í myndinni Journey Home sem íslenska fyrirtækið True North framleiðir. Greint er frá þessu á vef ScreenDaily en þar kemur einnig fram að True North hafi ásamt íslenska framleiðslufyrirtækinu Mystery tryggt sér réttinn að bókum rithöfundarins Stefán Mána sem segja frá raunum lögreglumannsins Harðar Grímssonar. Þá segir á vef ScreenDaily að True North og Mystery Productions ætli einnig að hefja tökur á sjónvarpsseríunni Valhalla Murders undir lok þessa árs sem á að fjalla um raðmorðingja í Reykjavík. True North er sömuleiðis með á dagskrá hjá sér myndina The Hidden ásamt Mystery Productions sem á að fara í tökur í haust sem fjallar um jarðfræðing sem fer til Íslands til að afhjúpa hulið fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að True North sé jafnframt með á dagskrá hjá sér myndina Mihkel sem fjallar um innflytjanda á Íslandi sem deyr við að smygla fíkniefnum til landsins. Journey Home, sem er byggð á samnefndri bók íslenska rithöfundarins Ólafs J. Ólafssonar, sem heitir Slóð fiðrildanna á íslensku, mun fjalla um íslenska kona sem flytur til Bretlands til að gerast kokkur í seinni heimstyrjöldinni. Myndin verður tekin upp á Íslandi og Englandi. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Lisa Forrell. Í frétt Screen Daily er talað um að sjónvarpsþáttaröðin um Hörð Grímsson verði frumsýnd árið 2019 eða 2020. Þá segir einnig þar að handritshöfundar Valhalla Murders verði Margrét Örnólfsdóttir og Óttar Norðfjörð. Leikstjóri Mihkel verður Ari Alexander sem á að baki heimildarmyndirnar Gargandi snilld og Syndir ferðranna. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Katheryn Winnick, úr sjónvarpsþáttunum Vikings, mun leika í myndinni Journey Home sem íslenska fyrirtækið True North framleiðir. Greint er frá þessu á vef ScreenDaily en þar kemur einnig fram að True North hafi ásamt íslenska framleiðslufyrirtækinu Mystery tryggt sér réttinn að bókum rithöfundarins Stefán Mána sem segja frá raunum lögreglumannsins Harðar Grímssonar. Þá segir á vef ScreenDaily að True North og Mystery Productions ætli einnig að hefja tökur á sjónvarpsseríunni Valhalla Murders undir lok þessa árs sem á að fjalla um raðmorðingja í Reykjavík. True North er sömuleiðis með á dagskrá hjá sér myndina The Hidden ásamt Mystery Productions sem á að fara í tökur í haust sem fjallar um jarðfræðing sem fer til Íslands til að afhjúpa hulið fólk. Í fréttinni kemur einnig fram að True North sé jafnframt með á dagskrá hjá sér myndina Mihkel sem fjallar um innflytjanda á Íslandi sem deyr við að smygla fíkniefnum til landsins. Journey Home, sem er byggð á samnefndri bók íslenska rithöfundarins Ólafs J. Ólafssonar, sem heitir Slóð fiðrildanna á íslensku, mun fjalla um íslenska kona sem flytur til Bretlands til að gerast kokkur í seinni heimstyrjöldinni. Myndin verður tekin upp á Íslandi og Englandi. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er Lisa Forrell. Í frétt Screen Daily er talað um að sjónvarpsþáttaröðin um Hörð Grímsson verði frumsýnd árið 2019 eða 2020. Þá segir einnig þar að handritshöfundar Valhalla Murders verði Margrét Örnólfsdóttir og Óttar Norðfjörð. Leikstjóri Mihkel verður Ari Alexander sem á að baki heimildarmyndirnar Gargandi snilld og Syndir ferðranna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira