Michelle Obama segist ekki ætla í framboð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. apríl 2017 21:08 Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega síðan hún lét af embætti í lok janúar. Vísir/Getty Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega síðan hún lét af embætti í lok janúar. Háværar raddir hafa kallað eftir því að hún sækist eftir að vera forsetaefni Demókrata fyrir næstu forsetakosningar þar í landi árið 2020. Hún segir það þó ekki vera á dagskránni. Obama sat fyrir svörum á ráðstefnu arkitekta í Orlando í Flórídaríki. Sagði hún þar meðal annars að stjórnmál væru krefjandi. „Það er allt í góðu þangað til þú ferð í framboð, þá koma klærnar í ljós.“ Hún sagði að hún myndi ekki vilja leggja það á dætur þeirra hjóna að fara í framboð. „Ég myndi ekki biðja börnin mín að gera þetta aftur því þegar þú býður þig fram í svona stórt embætti þá snýst þetta ekki bara um þig, heldur alla fjölskylduna,“ sagði hún en bætti við að starf í þágu almennings væri fjölskyldunni í blóð borið.Erfitt að kveðja Hvíta húsið Obama forðaðist að nefna Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn á viðburðinum en talaði þó stuttlega um „nýja forsetann.“ Hún sagði að erfitt hefði verið að kveðja Hvíta húsið, þann stað sem hún hefði búið lengst á yfir ævina. „Ég vildi ekki vera með tár í augunum því fólk myndi halda að ég væri grátandi yfir nýja forsetanum,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að lífið væri öðruvísi eftir flutningana. Dætur þeirra geti nú opnað gluggana á herbergjum sínum og fjölskylduhundarnir verði ringlaðir þegar þeir heyri í dyrabjöllunni, en það er ekki hljóð sem heyrist innan Hvíta hússins. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna kom í dag í fyrsta sinn fram opinberlega síðan hún lét af embætti í lok janúar. Háværar raddir hafa kallað eftir því að hún sækist eftir að vera forsetaefni Demókrata fyrir næstu forsetakosningar þar í landi árið 2020. Hún segir það þó ekki vera á dagskránni. Obama sat fyrir svörum á ráðstefnu arkitekta í Orlando í Flórídaríki. Sagði hún þar meðal annars að stjórnmál væru krefjandi. „Það er allt í góðu þangað til þú ferð í framboð, þá koma klærnar í ljós.“ Hún sagði að hún myndi ekki vilja leggja það á dætur þeirra hjóna að fara í framboð. „Ég myndi ekki biðja börnin mín að gera þetta aftur því þegar þú býður þig fram í svona stórt embætti þá snýst þetta ekki bara um þig, heldur alla fjölskylduna,“ sagði hún en bætti við að starf í þágu almennings væri fjölskyldunni í blóð borið.Erfitt að kveðja Hvíta húsið Obama forðaðist að nefna Donald Trump Bandaríkjaforseta á nafn á viðburðinum en talaði þó stuttlega um „nýja forsetann.“ Hún sagði að erfitt hefði verið að kveðja Hvíta húsið, þann stað sem hún hefði búið lengst á yfir ævina. „Ég vildi ekki vera með tár í augunum því fólk myndi halda að ég væri grátandi yfir nýja forsetanum,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að lífið væri öðruvísi eftir flutningana. Dætur þeirra geti nú opnað gluggana á herbergjum sínum og fjölskylduhundarnir verði ringlaðir þegar þeir heyri í dyrabjöllunni, en það er ekki hljóð sem heyrist innan Hvíta hússins.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira