Strákarnir í FM95BLÖ tilkynntu rétt í þessu að þeir munu koma fram á Þjóðhátíð eins og síðastliðin tvö ár.
Drengirnir gerðu allt vitlaust í Herjólfsdalnum á síðasta ári og mældist virkni á jarðskjálftamælum í Vestmannaeyjum þegar þeir stigu á svið.
Í tilefni af því að hópurinn er að fara koma fram á Þjóðhátíð 2017 gáfu þeir út sérstakt myndband í dag til að koma Þjóðhátíðargestum í fíling fyrir sumarið.
Myndbandið er stórskemmtilegt og af dýrarari gerðinni. Strákarnir stíga á sviðið klukkan 23:00 á laugardalskvöldinu um Verslunarmannahelgina.
Hér að neðan má sjá viðtal við strákana rétt áður en þeir fóru upp á svið í fyrra og svo er þeim fylgt inn á svið. Þarna má sjá glefsur úr nokkrum lögum sem þeir tóku. Einnig hvernig brekkan trylltist þegar Auddi kynnir leynigestinn Aron Can.
Á þessu myndbandi má glöggt sjá stemninguna sem skapaðist þegar atriði FM95BLÖ náði hápunkti, rétt áður en flugeldasýningin var keyrð í gang á síðasta ári.
"Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum.