Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju alhliða íþróttahúsi í Grafarvogi Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2017 15:04 Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna. Vísir/Ernir Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að nýju alhliða íþróttahúsi við Egilshöll í Grafarvogi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að með íþróttahúsinu, sem verður 2.500 fermetrar að stærð, sé verið að bæta og efla valkosti til íþróttaiðkunar í Egilshöll og efla starf Fjölnis og annarra íþróttafélaga. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna.Reykjavíkurborg„Húsið rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli en þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga- og keppnisaðstöðu, Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi. Fjölnir er þegar með fimleikahús, karateaðstöðu, knatthús og fótboltavelli utanhúss ásamt skrifstofu- og félagsaðstöðu. Að mati forsvarsmanna Fjölnis er verið að stíga stórt skref í framtíðaruppbyggingu félagsins í Egilshöll með hinu nýja húsi. Reykjavíkurborg leigir meirihluta tíma í hina nýja húsi fyrir fjölbreytt íþróttastarf Fjölnis og fleiri félaga.ReykjavíkurborgSameiginlegt rekstrarfélag tryggi afkomu hússins Kostnaðaráætlun byggingarinnar nemur um 780 milljónum króna. Reginn byggir íþróttahúsið og mun einnig sjá um rekstur þess. Félagið mun afla hluta nauðsynlegra leigutekna vegna fjárfestingarinnar frá þriðja aðila. Arkitekt hússins eru Alark arkitektar og verkfræðihönnun og verkefnisstjórn annaðist Verkís hf. Reginn og Fjölnir hafa sammælst um stofnun rekstrarfélags með það að markmiði að tryggja afkomu hins nýja íþróttahúss. Hluta tekna verður varið til að efla almenna íþróttastarfsemi í Egilshöll og starfsemi Fjölnis. Ennfremur verður Fjölnir gerður sýnilegri í húsinu með tilfærslu á skrifstofu og félagsaðstöðu félagsins í anddyri Egilshallar,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var í dag tekin að nýju alhliða íþróttahúsi við Egilshöll í Grafarvogi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Egilshallar og Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis ásamt fulltrúum og íþróttafólki frá Fjölni tóku skóflustunguna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að með íþróttahúsinu, sem verður 2.500 fermetrar að stærð, sé verið að bæta og efla valkosti til íþróttaiðkunar í Egilshöll og efla starf Fjölnis og annarra íþróttafélaga. Gert er ráð fyrir að nýbyggingin verði tekin í notkun í byrjun næsta árs og nemur kostnaðaráætlun byggingarinnar um 780 milljónum króna.Reykjavíkurborg„Húsið rúmar tvo handbolta- og körfuboltavelli en þar fá körfuknattleiks- og handboltadeildir æfinga- og keppnisaðstöðu, Borgarholtsskóli fær aðstöðu fyrir afreksíþróttabraut ásamt öðru íþróttastarfi. Fjölnir er þegar með fimleikahús, karateaðstöðu, knatthús og fótboltavelli utanhúss ásamt skrifstofu- og félagsaðstöðu. Að mati forsvarsmanna Fjölnis er verið að stíga stórt skref í framtíðaruppbyggingu félagsins í Egilshöll með hinu nýja húsi. Reykjavíkurborg leigir meirihluta tíma í hina nýja húsi fyrir fjölbreytt íþróttastarf Fjölnis og fleiri félaga.ReykjavíkurborgSameiginlegt rekstrarfélag tryggi afkomu hússins Kostnaðaráætlun byggingarinnar nemur um 780 milljónum króna. Reginn byggir íþróttahúsið og mun einnig sjá um rekstur þess. Félagið mun afla hluta nauðsynlegra leigutekna vegna fjárfestingarinnar frá þriðja aðila. Arkitekt hússins eru Alark arkitektar og verkfræðihönnun og verkefnisstjórn annaðist Verkís hf. Reginn og Fjölnir hafa sammælst um stofnun rekstrarfélags með það að markmiði að tryggja afkomu hins nýja íþróttahúss. Hluta tekna verður varið til að efla almenna íþróttastarfsemi í Egilshöll og starfsemi Fjölnis. Ennfremur verður Fjölnir gerður sýnilegri í húsinu með tilfærslu á skrifstofu og félagsaðstöðu félagsins í anddyri Egilshallar,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira