Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Sæunn Gísladóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Spáð er áframhaldandi hækkun fasteignaverðs fram að næsta ári. vísir/vilhelm Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. Fyrr í mánuðinum varaði Seðlabankinn við að hætta væri á að hátt fasteignaverð gæti leitt til aukinnar skuldsetningar sem geri heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. „Þessi varnaðarorð Seðlabankans byggðust meðal annars á því að við vorum farin að sjá bil á milli raunþróunar fasteignaverðs og kaupmáttarþróunar launa. Þetta er vissulega í þá átt,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.Fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær að samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitala um 0,4 prósent í mars. Árs hækkunartaktur vísitölunnar í mars mældist fimm prósent og hefur ekki verið hægari í tvö ár. Kaupmáttur launa jókst um 0,3 prósent í marsmánuði, og mældist hækkunartakturinn 3,3 prósent. Það er hægasta aukning kaupmáttar í tæp tvö ár. Greiningardeildin telur að kaupmáttur og laun muni hækka eitthvað á árinu en hækkunin verði að jafnaði hóflegri í ár en í fyrra. Því gæti myndast bóla á fasteignamarkaði þegar lengra líður og áfram er mikill munur á hækkun fasteignaverðs og launavísitölu. „Það er útlit fyrir að fasteignaverð muni áfram hækka hraðar en kaupmáttur launa næsta misseri þannig að þá er það okkar skoðun að skemmri tíma þróun verði sú að áfram verði bil þarna á milli. Á næsta ári gæti þó farið að draga aftur saman í þessum stærðum.“ Jón Bjarki bendir þó á að mikilvægt sé að hafa í huga að mun meira borð sé fyrir báru fyrir aukna skuldsetningu hjá heimilunum núna en hefur verið um langt skeið. Skuldsetning heimilanna er nú í sögulegu lágmarki. „En það er ekki ólíklegt að við sjáum núna vendipunktinn í þeirri þróun. Tíminn verður að leiða í ljós hvort við náum jafnvægi þarna á milli eða hvort skuldsetningin muni aukast,“ segir Jón Bjarki Bentsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira