Um húsnæðismál Úrsúla Jünemann skrifar 28. apríl 2017 07:00 1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
1973 varð eldgos í Vestmannaeyjum og fleiri þúsund manns sem höfðu búið í Heimaey urðu húsnæðislaus. Á mjög stuttum tíma risu þá lítil hús fyrir þetta fólk, svonefnd viðlagasjóðshús. Þetta voru ekki glæsihallir en notalegar litlar íbúðir sem uppfylltu þarfir manna um að fá þak yfir höfuðið. Við keyptum á sínum tíma slíkt hús, tæplega 100 m2 timburraðhús með litlum garði. Þetta eru finnsk einingahús þar sem hver krókur og kimi nýtist vel. Þarna höfum við hjón búið í 34 ár ásamt sonunum okkar tveimur. Okkur líður vel og við ætlum ekki að flytja héðan. Húsnæðisvandi unga fólksins er á allra vörum. Það þarf að byggja fleiri hús og íbúðir til að leysa þennan vanda. En hvað er að gerast og hefur gerst undanfarið? Okurfélög eins og Gamma og Heimavellir hafa séð sér leik á borði og keypt upp húsnæði í stórum stíl til að leigja út á uppsprengdu verði. Húsnæði sem er til sölu í dag er yfirleitt of stórt og of dýrt þannig að venjulegur launþegi á ekki nokkurn möguleika að fjárfesta í slíku. Fátt er í boði af litlum íbúðum og er með langhæsta fermetraverðið. Auðvitað, markaðurinn ræður. Við slíkri þróun er með öllu óskiljanlegt að Íbúðalánasjóður seldi stóran part af sínum íbúðum til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Unga fólkið sem ætlar að kaupa sína fyrsta íbúð verður verst úti, oft með námslán á herðunum og engan sparnað. Ef efnaðir foreldrar styðja ekki við bakið á þeim er dæmið alveg vonlaust. Þunglyndi meðal unga fólksins hefur aldrei verið jafn áberandi. Landflótti heldur áfram og við missum oft þau efnilegustu úr landi. En hvaða íbúðir er verið að byggja núna? Steinsteypuklumpa, oft með bílakjallara undir, sem hækkar verðið um nokkrar milljónir. Innanhúss stór rými sem nýtast illa, en flott skal það vera. Verktakar vilja yfirleitt ekki fara í að byggja litlar ódýrar íbúðir því ekki er hægt að græða nóg á því. Í fasteignaauglýsingum finnur maður varla íbúðir undir 35 – 40 milljónum. Þar fyrir neðan eru nokkrar ósamþykktar kjallaraholur í boði þar sem mygla og jafnvel meindýr er að finna. Og þegar maður skoðar leiguhúsnæði þá er villta vestrið alveg í hámarki, leigufélögin gera sér neyð fólksins að féþúfu. Leiguverðið gleypir að mestu leyti kaup venjulegs launafólks. Allar kjarabætur undanfarinna ára eru fyrir löngu farnar í þessa botnlausu hít. Nú spyr ég: Af hverju er enn þá verið að byggja húsnæði sem fáir hafa efni á að kaupa? Af hverju er ekki hægt að reisa lítil ódýr einingahús á steyptri plötu, ekki seinna en núna, til að vinna gegn þessum bráða húsnæðisvanda? Alveg eins og eftir Vestmannaeyjagosið á sínum tíma? Ríkið og sveitarfélög ættu að geta unnið saman að slíkum verkefnum. Ávinningurinn væri ekki beint í beinhörðum peningum. En það myndi efla samkeppni á húsnæðismarkaðnum, slá vopnin úr höndum leiguokrara og koma í veg fyrir landflótta og vanlíðan ungs fólks sem endar oftar en ekki í örorku. Ef ekki á að fara illa er þörf á markvissum aðgerðum núna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun