Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 19:30 Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron." Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron."
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira