Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 19:15 Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira
Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Sjá meira